6. mars 2025

Fyrsti fundur samvinnunefndar markaðseftirlitsstjórnvalda árið 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Samvinnunefnd markaðseftirlitsstjórnvalda á Íslandi kom saman í síðastliðinni viku til að fara yfir auknar kröfur sem stjórnvöld þurfa að vinna eftir samkvæmt evrópskri markaðseftirlitsreglugerð sem verður innleidd hérlendis síðar á þessu ári.

Markaðseftirlitsstjórnvöldin sem standa að samvinnunefndinni skipuleggja nú vinnu sem er framundan vegna mótunar heildstæðrar  stefnu markaðseftirlits fyrir Ísland sem leggja þarf fram í kjölfar innleiðingar á áðurnefndri markaðseftirlitsreglugerð. Útgáfa slíkrar stefnu felur í sér samræmda afstöðu í markaðseftirlitsmálum hérlendis og er liður í því að tryggja að markaðseftirlitsstjórnvöld í sameiningu takist á við þær áskoranir sem tengjast eftirliti með vöruöryggi. Helsta markmið markaðseftirlits með vörum er að tryggja að vörur samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra og stuðla þannig að vernd öryggis, heilsu, umhverfis og hagsmuna neytenda. Mikilvægt er að eftirlitið sé skilvirkt og að með því sé stuðlað að því  að neytendur geti treyst vörunum sem eru í boði á markaði.

Í því skyni hefur samvinnunefndin nýlega sett á fót vefsíðuna Vöruvaktina, sem er upplýsingavefur þar sem neytendur geta nálgast upplýsingar um hættulegar eða varasamar vörur sem eru til sölu á markaði og aðra almenna fræðslu um vöruöryggi. Vefsíðan er mikilvægur vettvangur fyrir alla sem vilja vera betur upplýstir og forðast vörur sem geta verið hættulegar.

Eftirlitsstjórnvöld sem eiga fulltrúa í samvinnunefndinni eru: Áfengis- og tóbakverslun ríkisins, Fjarskiptastofa, Geislavarnir ríkisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Neytendastofa, Umhverfis- og orkustofnun, Vinnueftirlitið, Lyfjastofnun og Samgöngustofa.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim fulltrúum samvinnunefndar sem mættu á fundinn sem var haldinn í síðustu viku.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS