10. febrúar 2025

Fyrirtækjum fjölgar í byggingariðnaði á milli ára

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fleiri fyrirtæki starfa í byggingariðnaði í upphafi þessa árs samanborið við upphaf árs 2024. Þetta má lesa úr tölum Hagstofu Íslands um nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja í atvinnurekstri. Hins vegar fækkar nýskráningum umfram gjaldþrot örlítið á milli ára.

Fyr­ir­tækj­um fjölg­ar hæg­ar í bygg­ing­ar­geira þrátt fyr­ir færri gjald­þrot

Á nýliðnu ári urðu 228 fyrirtæki í byggingariðnaði gjaldþrota sem er samdráttur um fjórðung frá 2023 þegar 302 fyrirtæki í byggingargeira urðu gjaldþrota. Nýskráningar fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð drógust saman um 81 fyrirtæki á milli ára. Nýskráningar fyrirtækja í byggingariðnaði umfram gjaldþrot árið 2024 voru 309 samanborið við 316 árið 2023.

Flest­ar ný­skrán­ing­ar fyr­ir­tækja í at­vinnu­rekstri voru í bygg­ing­ar­iðn­aði

Flestar nýskráningar fyrirtækja í atvinnurekstri voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 537 sem þó er fækkun um 13% frá fyrra ári. Nýskráðum fyrirtækjum í öllum atvinnurekstri fækkaði um 4%. Á árinu var 851 fyrirtæki tekið til gjaldþrotaskipta sem er 30% fækkun frá fyrra ári þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Nýskráningar allra fyrirtækja umfram gjaldþrot árið 2024 voru því 2.525 samanborið við 2.297 árið 2023 eða 228 fleiri milli ára.

 

Myndin hér að ofan sýnir nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á ári hverju á tímabilinu 2008 til 2024. Frá árinu 2013 hafa nýskráningar verið fleiri en gjaldþrot sem bendir til þess að fyrirtækjum hafi fjölgað í greininni ár frá ári.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS