18. febrúar 2025
6. desember 2023
Fyrirhugað markaðseftirlit með gluggum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS vill stuðla að bættri mannvirkjagerð. Nothæfir og löglega markaðssettir gluggar eru einn lykilþáttur í þeirri vegferð.
Stofnunin óskar eftir auknu samtali við markaðinn og í framhaldi mun HMS framkvæma markaðseftirlit hjá framleiðendum, innflytjendum og söluaðilum glugga. Óskað verður eftir eftirfarandi merkingum og skjölum sem eiga alltaf að vera tiltæk við markaðssetningu byggingarvara:
- Listi yfir allar gerðir glugga sem fyrirtækið framleiðir, flytur inn eða hefur til sölu.
- Mynd af áfastri CE-merkingu á hverri gluggagerð.
- Yfirlýsing um nothæfi hverrar gluggagerðar á íslensku.
- Notkunarleiðbeiningar og upplýsingar um öryggi á íslensku.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag markaðseftirlitsins má sjá hér.
Vakni spurningar varðandi fyrirhugað markaðseftirlit eða um byggingarvörur almennt, er velkomið að hafa samband við HMS í síma 440 6400 eða senda tölvupóst á hms@hms.is
Einnig má nálgast frekari upplýsingar um byggingarvörur á vefsíðu HMS, þ.m.t. CE-merkingar og markaðseftirlit. Sjá https://hms.is/mannvirki/byggingarvorur
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS