Byggingarvörur

Með byggingarvöru er átt við vöru sem er framleidd með það fyrir augum að hún verði varanlegur hluti af einhvers konar mannvirki. Á þessari síðu má finna upplýsingar um þær reglur sem gilda um markaðssetningu á byggingarvörum en til að mynda er gerð krafa um að CE-merkja sumar byggingarvörur en ekki aðrar.

Framleiðendur, innflytjendur og dreifendur byggingarvara eiga að tryggja að öllum byggingarvörum fylgi fullnægjandi gögn er varða mikilvæga eiginleika tiltekinnar vöru og snýst markaðseftirlit HMS meðal annars um tilvist og áreiðanleika þeirra gagna.

Hægt er að senda inn fyrirspurn eða tilkynningu liggur fyrir grunur um að byggingarvara uppfylli ekki kröfur til markaðssetningar.

Hafa sam­band

Senda fyrirspurn eða tilkynna ólöglega byggingarvöru:

Hægt er að senda inn fyrirspurn um byggingarvörur eða ábendingu ef grunur leikur á að byggingarvara uppfylli ekki kröfur til markaðssetningar á netfangið hms@hms.is