18. desember 2024
12. desember 2024
Framkvæmdir hafa ekki hafist á einni af hverjum sjö íbúðum með samþykkt byggingaráform
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Samkvæmt mælaborði HMS telja íbúðir í byggingu og byggingaráform 7.774 íbúðir um land allt. Af þeim eru 1.189 íbúðir sem byggingaraðilar hafa einungis fengið samþykkt byggingaráform eða útgefið byggingarleyfi fyrir en ekki hafið framkvæmdir á.
HMS hefur tekið saman mánaðarlegar tölur um fjölda íbúða sem töldust í byggingu samkvæmt mælaborði en ekki voru hafnar framkvæmdir á um miðjan október-, nóvember- og desembermánuð. Tölurnar má sjá í töflu hér að neðan, samanborið við heildarfjölda íbúða í byggingu samkvæmt mælaborði.
Byggingaráform eftir mánuðum
Mánuður | Í byggingu og samþykkt byggingaráform | Framkvæmdir ekki hafnar |
---|---|---|
Október 2024 | 7.585 íbúðir | 826 íbúðir |
Nóvember 2024 | 7.839 íbúðir | 1.254 íbúðir |
Desember 2024 | 7.774 íbúðir | 1.189 íbúðir |
Verkefni sem hafa fengið samþykkt byggingaráform eru komin með lóð, auk þess sem hönnun við verkefnið er lokið og aðaluppdrættir hafa verið samþykktir af sveitarfélagi. Nú teljast 1.189 íbúðir einungis til byggingaráforma af þeim 7.774 íbúðum sem fram koma í mælaborðinu og því eru 6.584 íbúðir þar sem framkvæmdir eru hafnar.
Fleiri fullbúnar íbúðir á árinu en HMS spáði til um
Nýjar íbúðir sem hafa verið fullbúnar árinu telja nú 3.334 íbúðir. Í síðustu septembertalningu íbúða í byggingu gaf HMS út spá um að fullbúnar íbúðir á árinu 2024 yrðu 3.024 talsins en á sama tíma voru jafnframt merki um að byggingaraðilar væru að leggja aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem hafnar voru í stað þess að fara af stað með nýjar framkvæmdir. Það virðist vera raunin þar sem ýmsar framkvæmdir sem HMS áætluðu að yrðu fullbúnar í byrjun næsta árs hafa nú þegar verið fullkláraðar eða teknar í notkun. Eru það að mestu íbúðir sem hafa nýlega verið fullkláraðar í stórum framkvæmdum í Hamraneshverfi í Hafnarfirði.
HMS mun fara í nýja talningu á íbúðum í byggingu í mars á næsta ári og þá uppfæra spá um fullbúnar íbúðir.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS