3. apríl 2020

Forstjóri HMS í Bítinu: Bregðast þarf strax við samdrætti í nýbyggingum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

„40% samdráttur í nýbyggingum er mjög alvarleg staða og það er nauðsynlegt að bregðast strax við,“ sagði Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), þegar hann mætti í þáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni og Stöð 2 nú í vikunni til að ræða stöðuna á húsnæðismarkaði ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI).

„40% samdráttur í nýbyggingum er mjög alvarleg staða og það er nauðsynlegt að bregðast strax við,“ sagði Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), þegar hann mætti í þáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni og Stöð 2 nú í vikunni til að ræða stöðuna á húsnæðismarkaði ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI).

Í síðustu viku birtu SI talningu á íbúðum í byggingu sem leiddi í ljós að 42% samdráttur er í byggingum á fyrstu byggingarstigum, „að fokheldu“,  á milli ára. Íbúðum á fyrstu byggingarstigum fækkaði um ríflega 1.000 íbúðir frá sama tíma í fyrra sem er ríflega helmings fækkun frá fyrri spám. Hefur viðlíka samdráttur ekki orðið í talningu síðan árið 2011 að sögn Sigurðar. Þótt víða sjáist byggingarkranar þá tengist þeir verkefnum sem fóru af stað fyrir nokkru síðan en nú sé ljóst að fá ný verkefni séu að fara af stað. 

Alvarlegur íbúðaskortur fyrirsjáanlegur verði ekki brugðist strax við„Það hefur raunverulega ekkert breyst hjá okkur í samfélaginu, það er áfram undirliggjandi þörf á húsnæði fyrir almenning. Samkvæmt okkar greiningum þarf að byggja um 1.800 íbúðir árlega til ársins 2040 og það breytist ekkert á einni nóttu,“ sagði Hermann. „Við erum að horfa fram á það að ef við bregðumst ekki við núna þá verður álíka íbúðaskortur á árunum 2023-26 og við kynntumst á árunum 2016-17 og við munum alveg hvað það þýddi: Hækkandi fasteignaverð, hækkandi leiga og erfiðleikar fyrir almenning í landinu. Við verðum að bregðast við núna, það er alveg skýr afstaða okkar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“

Hermann sagði mikilvægt að tryggja aðgengi byggingarfélaga að fjármagni og væri það ætlun HMS og SI að hafa samband við bankana og hvetja þá til að horfa til byggingariðnaðarins. „Við megum ekki gleyma því að það eru 14 þúsund einstaklingar sem vinna í byggingariðnaðinum og þar hefur verið alveg gríðarleg sveifla síðustu árin.“

Sigurður talaði um að nú væri rétti tíminn til að gera breytingar á regluverkinu - einfalda það og fara í uppstokkun sem skili því að það verði hagkvæmara og skilvirkara að byggja. Fram væru komnar tillögur um það svo vonandi yrði málið tekið fyrir í þinginu fljótlega. Hermann bætti við að til stæði á þessu ári að stíga fyrstu skrefin í stafrænni stjórnsýslu. „Vonandi tekst það og þá þurfa SI ekki að fara um landið og telja krana til þess að við vitum hvað er í byggingu, heldur mun það birtist daglega á vefsíðu HMS.“

Ákall eftir minni og hagkvæmari íbúðum um land allt

Talið barst því næst að hlutdeildarlánum, sem eiga að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að kaupa íbúðir. Úrræðið er sérstaklega miðað að nýrri byggingum. Sigurður sagði að um væri að ræða mikið umbótamál og brýnt að það verði samþykkt í þinginu sem allra fyrst. Auk þess skapaði það hvata til að byggja, sem er einmitt það sem þurfi við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu.

Þáttastjórnendurnir minntust því næst á að yngri kynslóðir vildu litlar og hagkvæmar íbúðir en iðulega hefði verið bent á það að of fáar slíkar íbúðir væru byggðar. Spurðu þeir því næst hvort enn væri verið að byggja of stórar íbúðir. „Tölurnar segja okkur það,“ svaraði Hermann. „Meðalsölutími annarra íbúða en nýrra á Íslandi hefur verið óbreyttur síðustu 2 árin, það tekur lengri tíma að selja stærri íbúðir og það gefur vísbendingu um að þær séu óhagkvæmar, stórar og kannski á dýrari stöðum, þótt ég þori ekki að fullyrða um það. Það er ákall í samfélaginu fyrir minni íbúðir og hagkvæmari um allt land.“---

 

Horfa má á allt viðtalið hér: https://www.visir.is/k/24082b84-44e3-48f0-8511-3f2b7a32c84a-1585567821490

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS