6. janúar 2025
3. janúar 2025
Fleiri nýskráðar lóðir í desember
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Alls voru 142 nýjar lóðir staðfestar í Fasteignaskrá HMS í desember um allt land
- Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða 73 talsins
- Nýskráðum lóðum fjölgar umtalsvert á milli mánaða, eða úr 36 í 142
Í desember voru 142 nýjar lóðir um allt land staðfestar í Fasteignaskrá HMS og fjölgar þeim um 106 frá því í nóvember. Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða alls 73 talsins, en slíkum lóðum fjölgar á milli mánaða eða um 53 talsins. Auk þess voru skráðar 30 sumarhúsalóðir og 23 atvinnuhúsalóðir.
Fjöldi nýskráðra lóða um allt land eftir mánuðum og flokkum
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 13 talsins í desember, en líklegast er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði þá skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.
Flestar nýjar lóðir í desember voru staðfestar í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 24 talsins, allt sumarhúsalóðir. Næstflestar nýjar lóðir voru staðfestar í Árborg eða 23 talsins, þar af 21 íbúðarhúsalóð við Móstekk á Selfossi. Næst kemur Bolungarvíkurkaupstaður en þar voru staðfestar 20 nýjar íbúðarhúsalóðir í Lundahverfi.
Alls voru staðfestar 1.314 nýjar lóðir árið 2024. Af þeim voru 530 íbúðarhúsalóðir, flestar í Sveitarfélaginu Árborg. Stofnaðar voru 268 sumarhúsalóðir á árinu, flestar þeirra í Grímsnes- og Grafningshreppi. Alls voru stofnaðar 233 atvinnulóðir á árinu og voru þær flestar í Rangárþingi eystra.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS