3. janúar 2025

Fleiri nýskráðar lóðir í desember

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Alls voru 142 nýjar lóðir staðfestar í Fasteignaskrá HMS í desember um allt land
  • Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða 73 talsins
  • Nýskráðum lóðum fjölgar umtalsvert á milli mánaða, eða úr 36 í 142

Í desember voru 142 nýjar lóðir um allt land staðfestar í Fasteignaskrá HMS og fjölgar þeim um 106 frá því í nóvember. Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða alls 73 talsins, en slíkum lóðum fjölgar á milli mánaða eða um 53 talsins. Auk þess voru skráðar 30 sumarhúsalóðir og 23 atvinnuhúsalóðir.

Fjöldi ný­­­skráðra lóða um allt land eft­­­ir mán­uð­­um og flokk­­um

Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 13 talsins í desember, en líklegast er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði þá skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.

Flestar nýjar lóðir í desember voru staðfestar í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 24 talsins, allt sumarhúsalóðir. Næstflestar nýjar lóðir voru staðfestar í Árborg eða 23 talsins, þar af 21 íbúðarhúsalóð við Móstekk á Selfossi. Næst kemur Bolungarvíkurkaupstaður en þar voru staðfestar 20 nýjar íbúðarhúsalóðir í Lundahverfi.

Alls voru staðfestar 1.314 nýjar lóðir árið 2024. Af þeim voru 530 íbúðarhúsalóðir, flestar í Sveitarfélaginu Árborg. Stofnaðar voru 268 sumarhúsalóðir á árinu, flestar þeirra í Grímsnes- og Grafningshreppi. Alls voru stofnaðar 233 atvinnulóðir á árinu og voru þær flestar í Rangárþingi eystra.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS