13. febrúar 2025

Fjórða úthlutun úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • 182 milljónir veittar úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði til 40 verkefna
  • 70% styrkhafa með rætur í atvinnulífinu, 25% háskólum og 5% einstaklingar
  • 15 verkefni hljóta styrk fyrir rannsóknir á vistvænum byggingarefnum, önnur styrkt verkefni snúa að orkunýtingu mannvirkja, gæðum í mannvirkjagerð, göllum og rakaskemmdum í mannvirkjum og tækninýjungum

HMS boðar til hátíðarúthlutunar úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Úthlutunin fer fram í húsakynnum HMS þriðjudaginn 18. febrúar frá kl. 12:30 – 14:00. Viðburðinum verður einnig streymt á hms.is/streymi.

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður styrkir 40 verkefni til nýsköpunar- og mannvirkjarannsókna að fjárhæð 182 milljónir króna í fjórðu úthlutun úr sjóðnum. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenda styrkina.

Um er að ræða úthlutun ársins 2024 eða fjórðu úthlutun sjóðsins. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og hlutverk hans er að veita styrki til nýsköpunar – og mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar í samræmi við markmið laga um mannvirki. Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors.

Dagskrá

  • Ávarp
    Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra
  • Ávarp
    Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra
  • Forsendur úthlutunar og styrkveitingar
    Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Asks
    Gústaf Adolf Hermannsson, formaður fagráðs Asks

Fundarstjóri: Róbert Smári Gunnarsson, verkefnastjóri hjá HMS

Skráning á viðburðinn

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS