13. febrúar 2025
13. febrúar 2025
Fasteignamarkaðurinn: Aukið framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu skýrist alfarið af dýrari íbúðum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Í upphafi febrúarmánaðar voru um 3.974 íbúðir til sölu um land allt og fjölgaði þeim um 98 frá áramótastöðu
- Um 2.400 íbúðir voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar eða um 350 fleiri íbúðir samanborið við febrúar 2024
- Í verðflokki íbúða undir 60 milljónir eru innan við 300 íbúðir til sölu og hlutfallslega hefur þeim fækkað samanborið við dýrari íbúðir
Framboð allra íbúða til sölu í upphafi febrúarmánaðar nam 3.974 íbúðum og fjölgaði um 98 frá áramótastöðu. Á höfuðborgarsvæðinu eru 2.362 íbúðir til sölu þar af 340 sérbýli, í nágrenni höfuðborgarinnar er 782 íbúðir til sölu þar af 318 sérbýli og annars staðar á landinu eru 830 íbúðir til sölu þar af 479 sérbýli.
Þess má geta að tölur um framboð byggja á auglýsingum frá auglýsingavefnum fasteignir. Is. Þó nokkur fjöldi íbúða sem eru auglýstar til sölu eru merktar sem „seldar með fyrirvara um fjármögnun“ og standa því ekki til boða nema ef fjármögnun bregst. Ofangreindar tölur fela því að einhverju leyti í sér ofmat á raunverulegu framboði íbúða til sölu.
Innan við 300 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu verðlagðar á 60 milljónum króna eða lægra
Um 60 prósent allra auglýstra íbúða eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti þeirra eða 1.357 íbúðir eru verðlagðar á bilinu 60 til 100 milljónir króna. Um 12 prósent þeirra eða 293 íbúðir eru verðlagðar á undir 60 milljónum króna.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið meiri eftirspurn eftir íbúðum verðlagðar undir 60 milljónum samanborið við dýrari íbúðir. Framboð íbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar var um 350 fleiri íbúðir samanborið við febrúar 2024. Skýrist það alfarið var dýrari íbúðum, en ódýrustu íbúðirnar þ.e. verðlagðar á undir 60 milljónir eru álíka margar nú og fyrir ári, en íbúðir í verðflokki 60 til 100 milljónir eru um 200 fleiri nú og íbúðir verðlagðar á yfir 100 milljónir eru um 150 fleiri nú samanborið við febrúar 2024.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS