15. nóvember 2022

Ertu að tengja?

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Það þarf að huga að ýmsu þegar kemur að rafbílum og er rétt að kynna sér það vel þegar kaupa á rafbíl. HMS hefur tekið saman allar helstu upplýsingar sem er nauðsynlegt fyrir rafbílaeigendur að vita og má nálgast þær hér að neðan.

Hleðsla rafbíla

Rafbílum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár og eru rafbílar og tengiltvinnbílar orðnir um fimmtungur af bílaflota landsmanna. Fjölgun rafbíla er mikilvægt skref í baráttunni við loftslagsbreytingar og því er það fagnaðarefni að þeim skuli fara ört fjölgandi.

Það er ýmislegt sem hafa þarf í huga í tengslum við rafbíla, ekki síst varðandi hleðslu þeirra. HMS hefur tekið saman allar helstu upplýsingar sem er nauðsynlegt fyrir rafbílaeigendur að kynna sér og er þær að finna á heimasíðu HMS.

Orkufrekasta tæki heimilisins

Rafbíll er mjög orkufrekt raftæki og yfirleitt það langorkufrekasta á heimilinu. Hleðsla þeirra hefur í för með sér töluverða straumnotkun sem af getur stafað hætta sé ekki rétt að málum staðið. Það er því mikilvægt við uppsetningu hleðslulausna fyrir rafbíla að rafmagnsöryggi sé tryggt og til þess þarf að fá löggiltan rafverktaka til verksins. Að því loknu tilkynnir rafverktakinn verkið til HMS.

Hér má finna þrjú fræðslumyndbönd sem HMS hefur sett saman um rafbíla. Myndböndin henta vel fyrir þá sem eiga, eru að hugsa um að fá sér eða eru forvitnir um rafbíla.

Frekari upplýsingar um rafbíla má svo nálgast hér: 

Allt sem þú þarft að vita um rafbíla

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS