2. febrúar 2024

Endurmat Hagstofu á íbúafjölda breytir ekki mati HMS á íbúðaþörf

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • HMS fagnar endurskoðun Hagstofu á mannfjöldatölum, sem gerð er í kjölfar niðurstaðna manntals árið 2021 sem sýndu ofmat á fjölda íbúa
  • HMS telur að endurskoðun Hagstofu muni ekki leiða til minni metinnar íbúðaþarfar, meðal annars vegna þess að núverandi mat á íbúðaþörf byggir á mannfjöldaspám sem hafa spáð mun minni fjölgun síðustu ár en orðið hefur

Hagstofa Íslands tilkynnti í síðustu viku að hún muni gefa út mannfjöldatölur byggðar á endurbættri aðferð í mars næstkomandi. Hagstofan hefur unnið að endurbættum aðferðum eftir síðasta manntal frá árinu 2021, en manntalið sýndi að fjöldi landsmanna hafi verið ofmetinn um 10 þúsund.

HMS fagnar endurmati Hagstofu á íbúafjölda og telur hana munu leiða til nákvæmari greiningar á íbúðaþörf til næstu ára. Hins vegar telur HMS ekki að endurmatið muni breyta núverandi mati HMS á íbúðaþörf, sem gerir ráð fyrir að byggja þurfi um 3.500-4.500 íbúðir árlega á næstu árum.

Í lok árs 2022 fékk HMS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að meta hugsanlegt ofmat mannfjölda og áhrif á íbúðaþarfagreiningu. Niðurstaða skýrslunnar var að ofmat mannfjölda væri raunverulegt og hefði farið vaxandi. Hins vegar væri íbúðaþörf líklega ekki ofmetin þar sem fólksfjölgun hefði verið langt umfram spár sem þarfagreiningin byggði á. Ofmat mannfjölda kollvarpar ekki fyrra mati á íbúðaþörf, þar sem aukning íbúðarþarfar tekur mið af fólksfjölgun á milli ára en ekki fólksfjölda á hverju ári.

Frá því HMS byrjaði að meta íbúðaþörf hafa sveitarfélög hafið gerð stafrænna húsnæðisáætlana í kerfi sem HMS rekur. Áætlanirnar eru uppfærðar árlega og í þeim leggur hvert sveitarfélag sjálfstætt mat á líklega mannfjöldaþróun og þörf fyrir nýjar íbúðir. HMS telur húsnæðisáætlanir sveitarfélaga vera áreiðanlegustu heimildir sem fyrir liggja um íbúðaþörf og leggur þær því til grundvallar í ráðgjöf til stjórnvalda. Samkvæmt miðspá síðustu húsnæðisáætlana þyrfti að byggja um og yfir 4.000 íbúðir á hverju ári á næstu 5-10 árin.

Hægt er að nálgast mælaborð húsnæðisáætlana sveitarfélaga hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS