16. apríl 2025
12. desember 2023
Ekki fá stuð um jólin
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins er bilunarstraumsrofinn (lekaliðinn). Hann rýfur strauminn í raflögninni verði bilun í henni og kemur þannig í veg fyrir slys og bruna. Til að bilunarstraumsrofinn virki sem skyldi þarf að halda honum í æfingu, þ.e. liðka hann, hann getur nefnilega stífnað með tímanum.
Nú er sá tími ársins sem flestir landsmenn baða sig í ljósadýrð og allt er á fullu í eldhúsinu. Af því tilefni vill HMS minna á nokkur atriði varðandi bilunarstraumsrofa (lekaliða):
- Bilunarstraumsrofa þarf að prófa með prófunarhnappi a.m.k. einu sinni á ári til að koma í veg fyrir að hann stífni. Það er gert með því að styðja á hnapp sem yfirleitt er merktur „T“ eða „Test“ og þá á bilunarstraumsrofinn að rjúfa strauminn í raflögninni. Hann er svo settur inn aftur með „Af/Á“ rofanum.
- Ef bilunarstraumsrofinn rýfur ekki þegar ýtt er á prófunarhnappinn getur verið nóg að slá honum út og inn nokkrum sinnum með „Af/Á“ rofanum og prófa svo aftur með prófunarhnappinum.
- Best er að hafa slökkt á orkufrekum eða viðkvæmum búnaði á meðan bilunarstraumsrofinn sé prófaður.
- Ef bilunarstraumsrofinn virkar ekki við prófun og tilraunir til að liðka hann skila engu, er kominn tími til að fá löggiltan rafverktaka til að skipta honum út og athuga hvort annar varbúnaður sé í lagi.
- Þar sem í notkun eru LED ljós og annar rafeindabúnaður eins og hleðslutæki fyrir síma, fartölvur og önnur tæki með rafhlöðum, gæti verið kominn tími á að fá löggiltan rafverktaka til að skipta um bilunarstraumsrofa og setja nýjan sem þolir slíkan búnað.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS