16. apríl 2025
4. mars 2021
Byggjum grænni framtíð; fimm vinnustofur í mars
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Á næstu tveimur vikum verða haldnar fimm opnar vinnustofur á Teams á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Til umræðu verða aðgerðir sem eiga að efla vistvæna mannvirkjagerð til ársins 2030.
Á næstu tveimur vikum verða haldnar fimm opnar vinnustofur á Teams á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Til umræðu verða aðgerðir sem eiga að efla vistvæna mannvirkjagerð til ársins 2030.
Vinnustofurnar munu fjalla um skipulag og hönnun vistvænni mannvirkja, vistvæn byggingarefni, orkuskipti á vinnuvélum, nýtingartíma mannvirkja og hringrásarhagkerfi mannvirkjageirans.
Skráning á vinnustofurnar fer fram hér.
Við hvetjum alla hagaðila húsnæðis- og mannvirkjageirans til að taka virkan þátt og koma á framfæri sínum sjónarmiðum og þekkingu til verkefnisins.
Byggjum grænni framtíð er samstarfsverkefni stjórnvalda og atvinnulífsins, sem byggir á aðgerð C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.Á vegum verkefnisins starfa sex hópar sem skipaðir eru rúmlega 30 sérfræðingum víðsvegar úr virðiskeðju byggingargeirans.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á byggjumgraenniframtid.is.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS