16. apríl 2025
13. nóvember 2020
Brunahætta af skönnum frá Epson
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun Tölvulistans og Epson á hleðsluspennum (hleðslutækjum) fyrir skanna af gerðunum Epson Perfection V30, Epson Perfection V33, Epson Perfection V37, Epson Perfection V300, Epson Perfection V330 og Epson Perfection V370 vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að í undantekningartilfellum getur hleðslutækið ofhitnað og valdið með því brunahættu. Umræddir skannar voru seldir á árunum 2010 til 2017 víða um heim. HMS er kunnugt um að á Íslandi voru skannar af þessum gerðum seldir hjá Heimilistækjum og Þór á því tímabili sem um ræðir. Hugsanlegt er að þeir hafi einnig verið boðnir fram af öðrum söluaðilum hér á landi eða borist hingað til lands í gegnum netverslanir.
Rafföng: Hleðslutæki fyrir skanna.Framleiðandi/Vörumerki: Epson Perfection V30, Epson Perfection V33, Epson Perfection V37, Epson Perfection V300, Epson Perfection V330 og Epson Perfection V370.Hætta: Brunahætta.Þekktir söluaðilar á Íslandi: Heimilistæki og Þór.Sölutímabil: Frá 2010 til 2017.
HMS beinir því til allra eigenda og notenda skanna með hleðslutæki sem brunahætta getur stafað af að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við söluaðila og/eða framleiðanda.Sjá frekari upplýsingar og leiðbeiningar í innköllun Epson/Tölvulistans hér https://www.tl.is/page/innkallanir.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS