1. október 2024

Auglýstar íbúðir allt að 22 prósentum dýrari en seldar íbúðir

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Töluverður munur hefur verið á verði seldra og óseldra íbúða á þessu ári, en óseldar íbúðir eru í kringum 20 prósent dýrari en seldar íbúðir í sömu stærð
  • Rúmur þriðjungur nýrra íbúða sem hafa verið auglýstar á fyrstu átta mánuðum ársins hafa verið seldar, en eldri íbúðir seljast mun hraðar
  • Allt að 21 milljón króna verðmunur er á nýjum og eldri íbúðum að sömu stærð

Alls eru 36 prósent nýrra íbúða sem voru auglýstar á fyrstu átta mánuðum ársins seldar, en til samanburðar eru 71 prósent eldri íbúða sem voru auglýstar á sama tímabili seldar. Sala nýbygginga hefur verið hæg í ár, en óseldar nýjar íbúðir eru að meðaltali 10 milljón krónum dýrari en seldar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tölum sem HMS hefur unnið úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna.

Lít­ið fram­boð af minni íbúð­um

Á tímabilinu janúar til ágúst voru 6.504 íbúðir auglýstar á höfuðborgarsvæðinu, en þar af voru 1.967 nýjar íbúðir og 4.537 eldri íbúðir. Flestar íbúðir sem hafa verið auglýstar og selst á markaðnum í ár eru stærri íbúðir með fleiri en tvö herbergi. Slíkar íbúðir eru 76 prósent allra þeirra sem hafa selst og 81 prósent allra þeirra sem ekki hafa selst. Á myndinni hér að neðan má sjá hlutfall seldra og auglýstra íbúða á höfuðborgarsvæðinu eftir fjölda herbergja, þar sem fjöldi stúdíóíbúða og tveggja herbergja íbúða er í miklum minnihluta.

Á myndinni hér að ofan er einnig sýndur munur í fermetraverði á milli auglýstra og seldra íbúða eftir fjölda herbergja. Myndin sýnir að verðlagning auglýstra stúdíóíbúða og fimm herbergja íbúða sé sambærileg kaupverði þeirra, en að miklu muni á auglýstu verði og söluverði tveggja til fjögurra herbergja íbúða. Munurinn er mestur hjá þriggja herbergja íbúðum, þar sem auglýst verð þeirra er 17 prósentum hærra en söluverð þeirra.

Allt að 21 millj­ón króna mun­ur á nýj­um og eldri íbúð­um að sömu stærð

Sjá má verð- og stærðarmun nýrra og eldri íbúða á höfuðborgarsvæðinu í töflunni hér að neðan, en í henni má finna verðmun á milli auglýstra og seldra íbúða eftir herbergjafjölda, auk meðaltal söluverðs og ásetts verðs og meðalflatarmáls.

Óseldar nýjar 1-2 herbergja íbúðir eru 18-26 prósent dýrari en seldar íbúðir af sömu gerð og stærð. Meðal eldri íbúða er 13 til 21 prósents verðmunur á þriggja til fimm herbergja íbúðum milli seldra og óseldra íbúða.

Í töflunni sést að mestu munar hjá þriggja herbergja íbúðum, en auglýst verð nýrra óseldra þriggja herbergja íbúðir eru að meðaltali 21 milljón krónum yfir kaupverði eldri íbúða að sömu stærð. Verðmunurinn hefur leitt til þess að kaupendur á fasteignamarkaði sækjast meira í eldri íbúðir, en óseldar íbúðir skiptast jafnt á milli nýrra og eldri íbúða, þrátt fyrir að nýjar íbúðir á sölu á fyrstu átta mánuðum ársins hafi verið helmingi færri en aðrar íbúðir á sölu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS