5. mars 2025

Árlegt eftirlit með almennum íbúðum á árinu 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur eftirlit með húsnæðissjálfseignarstofnunum, almennum íbúðum í eigu sveitarfélaga og annarra lögaðila sem hafa fengið stofnframlög.

Eftirlitið fer fram árlega og hefst með því að HMS óskar eftir gögnum samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Í kjölfar skila á gögnunum eru haldnir fundir með eigendum almennra íbúða til að ræða málefni tengd þeim.

Á árinu 2024 sendi HMS erindi til 40 eigenda almennra íbúða, þar á meðal sveitarfélaga, félaga og húsnæðissjálfseignarstofnana, þar sem óskað var eftir upplýsingum. Svör bárust frá 26 eigendum og í kjölfarið voru haldnir fundir með þeim þar sem meðal annars var farið  yfir ársreikninga, fjármögnun verkefna, úthlutun íbúða, leigufjárhæðir og stöðu uppbyggingarverkefna.

Fundirnir leiddu í ljós að flest félög fylgja vel þeim reglum og leiðbeiningum sem settar hafa verið fram. Í einu tilviki þurfti HMS að senda eiganda almennrar íbúðar tilmæli um úrbætur.

HMS mun halda áfram að veita leiðbeiningar og stuðning til eigenda almennra íbúða svo tilgangi og markmiðum laga um almennar íbúðir sé náð og stuðla að auknu húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni heimila. Eftirlitsáætlun fyrir árið 2025 er eftirfarandi:

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS