10. apríl 2025

Áfram hægist á fjölda fullbúinna íbúða

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Samkvæmt mælaborði HMS eru nú samtals 6.348 íbúðir skráðar í byggingu um allt land. Þá eru einnig skráð byggingarleyfi eða samþykkt byggingaráform fyrir 923 íbúðir, en framkvæmdir við þær íbúðir eru ekki hafnar samkvæmt síðustu athugun HMS.

Það sem af er ári hefur verið lokið við byggingu á 814 íbúðum sem er fjölgun um 140 íbúðir á milli mánaða og um 5% fleiri íbúðir heldur en á sama tíma í fyrra. Fullbúnum íbúðum fjölgar mest á Suðurlandi á milli mánaða en þar fjölgar þeim um nærri helming. Um 60% þeirra íbúða sem hafa verið fullbúnar á árinu eru á höfuðborgarsvæðinu, 14% á Suðurlandi og um 10% á Norðurlandi eystra.

Erum við að byggja rétt?

Af íbúðum í byggingu eru um 79% þeirra í fjölbýlishúsum og algengasta stærð þeirra íbúða 80-100 fermetrar að stærð. Þá er einnig vert að skoða hversu mörg herbergi eru í samhengi við stærð þeirra íbúða sem nú eru í byggingu. Skoðun á gögnum eftir fjölda herbergja, frá núll upp í fjögur, og stærð íbúða allt að 150 fermetrum, sýnir að flestar tveggja herbergja íbúðir eru á bilinu 60–70 fermetrar en eftirtektarvert er hversu margar íbúðir eru á stærðarbilinu 70–100 fermetrar. Nær allar þriggja herbergja íbúðir eru yfir 90 fermetrar að stærð (um 53%) og stærstur þeirra íbúða eru 100 fermetrar eða stærri eða um 77% af öllum þriggja herbergja íbúðum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS