21. nóvember 2024
14. nóvember 2024
40 prósent af heildarflatarmáli Íslands hefur verið afmarkað í Landeignaskrá
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS hefur afmarkað land fyrir 90 prósent allra landeigna á Íslandi, en afmörkunin nær yfir 40 prósent af flatarmáli landsins. Með þessu hefur eignarhald á rúmlega 40 prósent af landinu verið skrásett í Landeignaskrá.
Landeignaskrá veitir heildstæðar upplýsingar um íslenskt landsvæði
Landeignaskrá eru gögn sem sýnd eru í vefsjá landeigna sem fór í loftið í ágúst 2023 og veitir heildstæðar upplýsingar um íslenskt landsvæði í heild sinni. Skráin tryggir yfirsýn og samræmda opinvera skráningu á landi á Íslandi og færir landeignir í einn sameiginlegan kortagrunn. Hægt er að skoða vefsjá landeigna inn á landeignaskra.hms.is.
90 prósent af öllum eignum eru afmarkaðar í landeignaskrá
Afmarkaðar eignir eru fleiri en mælt flatarmál landsins í Landeignaskrá vegna þess að flestar eignir eru smáar eignir í þéttbýli. HMS hefur fengið skipulagsgrunna frá sveitarfélögum og notar þá til að sýna eignamörk í þéttbýli. Þessar eignir, ásamt sumarbústaðalóðum, eru þær minnstu sem afmarkaðar eru í Landeignaskrá, á meðan stærstu eignirnar eru þjóðlendur og jarðir.
Á síðustu árum hefur HMS skráð niðurstöður Óbyggðanefndar í fasteignaskrá eftir að kærufrestur rennur út og hefur sú vinna aukið afmarkað flatarmál verulega. HMS vinnur nú að því að klára skráningu Þjóðlendna en næst seinasti úrskurður Óbyggðanefndar var birtur núna á dögunum.
HMS stefnir að því að afmarka 60 prósent af flatarmáli landsins á næsta ári með skráningu þjóðlendna sem og áætlun eignamarka.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS