Byggingarvörur
Byggingarvörur
Byggingarvörur
Byggingarvörur
Spurt og svarað
Spurt og svarað
Hér má finna helstu spurningar og svör í tengslum við byggingarvörur.
Algengar spurningar
Tryggja að byggingarvaran uppfylli þau ákvæði laga um byggingarvörur nr. 114/2014 sem snúa að markaðssetningu vörunnar.
Aðili sem hyggst setja byggingarvöru á markað hér á landi þarf að gæta þess að varan sé rétt markaðssett semsnýr meðal annars að því að allar upplýsingar um eiginleika vörunnar (sem varða grunnkröfur um mannvirki) séuaðgengilegar og settar fram á samræmdan hátt í samræmi við lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Sé til samhæfður staðall um byggingarvöru er skylt að CE-merkja vöruna og fellur hún þá undir ákvæði II. kafla laga um byggingarvörur sem í raun er framkvæmd Evrópureglugerðar nr. 305/2011 um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingarvara. Upplýsingar um markaðssetningu á CE-merktum byggingarvörum má finna hér. Upplýsingar um skyldur þeirra sem koma að markaðssetningu byggingarvara má finna hér.
Sé ekki til samhæfður staðall um byggingarvöru eða evrópskt tæknimat er ekki heimilt að CE-merkja vöruna og fellur hún þá undir ákvæði III. kafla laga um byggingarvörur. Upplýsingar um markaðssetningu á byggingarvörum sem ekki falla undir kröfu um CE-merkingu má finna hér á síðunni.
Nei, ekki þarf að sækja um leyfi til að flytja inn byggingarvöru til Íslands enda enginn sem tekur við slíkum umsóknum. Hins vegar þarf sá sem stendur fyrir innflutningnum að sjá til þess að byggingarvaran sé rétt markaðssett sem snýr að því að allar nauðsynlegar upplýsingar um vöruna séu aðgengilegar. Ef um er að ræða CE-merkta vöru þurfa eftirfarandi gögn að fylgja vörunni:
- Yfirlýsing um nothæfi
- CE-merking
- Leiðbeiningar um notkun
- Upplýsingar um öryggi
Ef um er að ræða vöru sem ekki er skylt að CE-merkja þurfa eftirfarandi gögn að fylgja vörunni:
- Yfirlýsing um nothæfi
- Leiðbeiningar um notkun
- Upplýsingar um öryggi
Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans, innflytjandi og dreifandi skulu tryggja að gerð sé fullnægjandi grein fyrir nothæfi byggingarvöru í samræmi með útgáfu yfirlýsingar um nothæfi áður en varan er markaðssett eða notuð í mannvirki. Eins skulu sömu aðilar sjá til þess að vörunni fylgi leiðbeiningar um notkun og upplýsingar um öryggi.
Nei, ekki allar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar og sumar vörur má ekki CE-merkja.
- Ef til er samhæfður staðall fyrir byggingarvöru er skylt að CE-merkja hana. Samhæfður staðall segir til um hvernig meta skuli nothæfi vörunnar.
- Ef til er evrópskt tæknimat fyrir byggingarvöru er framleiðanda hennar heimilt að CE-merkja hana.
- Ef ekki er til samhæfður staðall eða evrópskt tæknimat fyrir byggingarvöru er óheimilt að CE-merkja hana.
HMS tekur við ábendingum frá byggingarfulltrúum, hönnuðum, byggingarstjórum, iðnmeisturum, neytendum og öðrum aðilum þegar grunur leikur á að á markaði sé byggingarvara sem ekki samræmist lögum um byggingarvörur nr. 114/2014. Hlekkur í ábendingakerfi HMS má finna neðst á forsíðu byggingarvara.
Nei, mikilvægt er að neytendur séu vel meðvitaðir um að CE-merkingin ein og sér segir ekki til um það hvort byggingarvara henti til fyrirhugaðra nota. Neytendur verða því bæði að kanna hvort varan sé CE-merkt og einnig skoða yfirlýsinguna um nothæfi til þess að fullvissa sig um að varan hafi þá eiginleika að hún henti til notkunar við fyrirhugaðrar aðstæður. Hönnuður mannvirkis skilgreinir þá eiginleika. Um framsetningu krafna til byggingarvöru í hönnunargögnum er t.d. fjallað í byggingarreglugerð.
CE-merkt byggingarvara getur verið nothæf í einu mannvirki hér á landi en ekki í öðru vegna mismunandi hönnunarkrafna.
Ef um er að ræða CE-merkta vöru þurfa eftirfarandi gögn að fylgja vörunni:
- Yfirlýsing um nothæfi
- CE-merking
- Leiðbeiningar um notkun
- Upplýsingar um öryggi
Ef um er að ræða vöru sem ekki er skylt að CE-merkja þurfa eftirfarandi gögn að fylgja vörunni:
- Yfirlýsing um nothæfi
- Leiðbeiningar um notkun
- Upplýsingar um öryggi
Eigandi mannvirkis, byggingarstjóri og iðnmeistari eiga að geta staðfest á fullnægjandi hátt að þær byggingarvörur sem þeir nota til mannvirkjagerðar uppfylli kröfur hönnunargagna, að þær séu CE-merktar þegar við á eða eiginleiki staðfestur á annan hátt þegar við á.
Byggingarstjórar þurfa því að leggja fram viðeigandi gögn sem staðfesta slíkt en þau eru yfirlýsing um nothæfi og leiðbeiningar um notkun ásamt upplýsingum um öryggi. Þar að auki skulu CE-merktum vörum fylgja sjálf CE-merkingin.
Frekari upplýsingar má finna hér og í lögum um byggingarvörur nr. 114/2014.
CE-merking byggingarvöru gefur ekki endilega til kynna sérstök gæði vörunnar. Hins vegar á merkingin sem slík að tryggja að eiginleikunum eða nothæfi vörunnar sé rétt lýst af hálfu framleiðanda og að hann standi að framleiðslu vörunnar samkvæmt ákveðnum samræmdum reglum.
Merking gefur því til kynna að framleiðslueftirliti sé beitt við framleiðslu vörunnar. Framleiðslueftirlitið getur verið eigið eftirlit framleiðanda sjálfs eða eftirlit óháðs aðila sem ætlað er slíkt hlutverk (tilkynntur aðili). Einnig gefur merkingin til kynna að varan sé prófuð þegar prófana er þörf og að prófun sé framkvæmd á þann hátt sem viðkomandi staðall tilgreinir.
Krafan um CE merkingu byggingarvara er til komin vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Ísland gerðist með þeim samningi aðili að innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins og innan þess er krafist að ýmsar vörur séu CE-merktar, þar á meðal eru byggingarvörur. Ekki er þó skylt að merkja allar byggingarvörur á þennan hátt, því krafan tekur aðeins til þeirra vörutegunda sem falla undir ákvæði samhæfðra staðla.
Samhæfður staðall er gefinn út í þeim tilgangi að setja samræmda skilmála vegna CE-merkinga tiltekinna tegunda af vörum.
Í mjög einfölduðu máli má segja að samhæfði staðallinn tilgreini hvernig framleiðanda ber að lýsa eiginleikum vöru sem hann býður fram á markaði, hvaða eftirlit þarf að vera fyrir hendi við framleiðslu vörunnar og hvaða prófanir skulu fara fram á vörunni áður en hún er sett á markað. Með áfestingu CE-merkisins staðfestir framleiðandi vöru að hann hafi virt öll viðeigandi ákvæði samhæfða staðalsins.
Yfirlýsing um nothæfi á öðrum tungumálum:
- enska: Declaration of Performance (DoP)
- danska: ydeevnedeklaration
- þýska: leistungserklärung