Byggingarleyfi
Byggingarleyfi
Byggingarleyfi
Byggingarleyfi
Byggingarleyfi er formlegt leyfi sveitarfélags fyrir nýbyggingum, viðbyggingum, breytingum, niðurrifi og flutningi mannvirkja. Sótt er um hjá byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags með tilheyrandi gögnum sem tryggja að framkvæmdin uppfylli reglugerðir og skipulagsskilmála.
- HMS vinnur að samræmdu umsóknarviðmóti fyrir byggingarleyfi á Íslandi. Í dag er það aðeins aðgengilegt fyrir framkvæmdir í Reykjanesbæ, en stefnt er á að öll sveitarfélög á landinu hafi aðgang árið 2027.
Hver má sækja um byggingarleyfi?
Eigandi eignar eða umboðsmaður eiganda, til dæmis aðalhönnuður, geta sótt um byggingarleyfi.
Umsóknarferli
- Fá byggingaráform samþykkt hjá byggingarfulltrúa sveitarfélags.
- Umsækjandi svarar spurningum um verkefnið og staðsetninguna, og skilar inn aðaluppdrætti og gögnum.
- Byggingarfulltrúi fer yfir umsóknina og samþykkir ef öll gögn og teikningar samræmast skipulagi og gæðakröfum.
Á byggingarreglugerd.is eða hjá viðkomandi sveitarfélagi er að finna ítarlegri upplýsingar um leyfisveitingar. Sveitarfélög bera ábyrgð á umsóknum, leyfisveitingum og móttöku nauðsynlegra gagna um byggingarleyfi.