Kaup­verð­sjá

Kaup­verð­sjá

Kaupverðsjá HMS notast við upplýsingar úr Kaupskrá og Staðfangaskrá sem báðar eru aðgengilegar á vefnum. Upplýsingarnar í mælaborðinu uppfærast í samræmi við þær skrár eins og fram kemur á viðkomandi síðum. 

Í mælaborðinu birtast eingöngu upplýsingar um kaupsamninga sem eru nothæfir, flatarmál eignar er skráð (stærra en 0 fm) og eru um fullbúna eign. Notendur geta valið byggingarár, fermetrafjölda, tegund og staðsetningu þeirra fasteigna sem eiga að birtast í mælaborðinu.

Kortið á mælaborðinu sýnir að hámarki 10.000 punkta. Séu kaupsamningar á fleiri en 10.000 staðföngum í valinu sjást þau ekki öll á kortinu.

Hafa ber í huga að upplýsingar um kaupverð á mynd er miðgildi fermetraverðs sem getur verið eilítið frábrugðið meðalverði. 

Notk­un­ar­leið­bein­ing­ar 

Hægt er að velja mörg sveitarfélög, póstnúmer og tegundir með því að halda inni ctrl takkanum og velja það sem þarf. 

Til þess að sjá kaupsamninga sem eru gerðir í gefnum mánuði er hægt að hægri smella á grafið fyrir þann mánuð sem óskað er eftir, velja „Drill through“ og svo „Kaupsamningar“. Til þess að endurstilla svo kaupsamningasíðuna þarf að velja „Endurstilla síur“ efst til hægri á þeirri síðu. 

Sömuleiðis er hægt að sjá kaupsamninga fyrir gefið staðfang með því að hægri smella á staðfangið á kortinu, velja „Drill through“ og svo  „Kaupsamningar“. Til þess að endurstilla svo kaupsamningasíðuna þarf að velja „Endurstilla síur“ efst til hægri á þeirri síðu. 

Til þess að hala niður gögnunum á bak við mælaborðið þarf að smella á hvar sem er á grafið á mælaborðinu eða einhversstaðar í kaupsamningatöfluna, velja punktana þrjá efst í hægra horninu og smella á „Export data“. Einnig eru gögnin öll í Kaupskrá og Staðfangaskrá