23. desember 2024
19. júní 2024
Vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2 prósent í maí
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Vísitala leiguverðs var 113,3 stig í maí 2024 og hækkaði hún um 3,2 prósent á milli mánaða. Á milli maímánaða 2023 og 2024 hefur vísitalan hækkað um 13,3 prósent, en til samanburðar mældist verðbólga 6,2 prósent á sama tímabili og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 8,4 prósent.
Þróun leiguvísitölunnar frá maímánuði 2023 má sjá á mynd hér að neðan. Einnig er hægt að nálgast eldri og sameinaðar vísitölur HMS á hms.is/visitolur.
12 mánaða hækkun vísitölunnar er nú orðin sambærileg því sem hún var árið 2017, en þá var hún á bilinu 12 til 14 prósent frá apríl til september. Á árunum 2011-2017 og 2018-2023 fór 12 mánaða hækkun vísitölunnar hins vegar aldrei yfir 11,1 prósent.
Þó er hækkun vísitölunnar lægri að raunvirði en hún var árið 2017. Í maí síðastliðnum var raunverðshækkun leiguvísitölunnar á ársgrundvelli um 7,2 prósent, en hækkunin var á bilinu 10 til 12 prósent árið 2017.
Leiguvísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Byggt er á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Reiknað er meðalfermetraverð í 6 flokkum eftir herbergjafjölda og niðurstöður vegnar saman með veltu síðustu 12 mánaða. Stuðst er við leigusamninga síðastliðinna tveggja mánaða við útreikning vísitölunnar, svo maígildi hennar tekur mið af leigusamningum í apríl og maí.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS