17. desember 2024

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,83 prósent í nóvember

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Íbúðaverð hækkaði á milli mánaða í nóvember og mældist 109,5 stig
  • Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 10,6 prósent á milli nóvembermánaða 2023 og 2024, á sama tíma og verðbólga mældist 4,8 prósent
  • Þriggja mánaða breyting vísitölunnar mældist 0,7 prósent sem gerir 3,0 prósent hækkun á ársgrundvelli

Vísitala íbúðaverðs mældist 109,5 stig í nóvember og hækkaði um 0,83 prósent á milli mánaða. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 10,6 prósent á síðustu tólf mánuðum á sama tíma og verðbólga hefur mælst 4,8 prósent.

Á mynd hér að neðan má sjá 12 mánaða breytingu vísitölu íbúðaverðs ef hækkun síðustu þriggja mánaða yrði stöðug. Á síðustu þremur mánuðum hefur vísitalan hækkað um 0,7 prósent, en það gerir 3,0 prósenta hækkun á ársgrundvelli.

Taflan hér að neðan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Vísi­tala íbúða­verðs fyr­ir nóv­em­ber 2024

VísitalaGildiBreyting á milli mánaða12 mánaða breyting
Íbúðaverð109,50,83%10,61%
Sérbýli á hbs.110,22,32%12,33%
Sérbýli á landsbyggð111,7-1,24%15,15%
Fjölbýli á hbs.107,30,28%7,3%
Fjölbýli á landsbyggð113,32,53%10,64%

Verð á fjöl­býl­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu helst stöðugt

Verð á fjölbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur haldist stöðugt síðustu þrjá mánuði, en þriggja mánaða verðbreyting á fjölbýlum á höfuðborgarsvæðinu mældist 0,28 prósent.

Mánaðarhækkun íbúðaverðs var mest hjá fjölbýlum á landsbyggðinni og næst mest hjá sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu, en mánaðarhækkun þessara tveggja flokka nam yfir tveimur prósentustigum.  

Mæla­borð fyr­­ir vísi­­töl­­ur HMS

Mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu íbúðaverðs, ásamt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð. Einnig sýnir mælaborð undirvísitölur íbúðaverðs og eldri vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið 1994-2024 sem var birt á vef Fasteignaskrár, auk sameiginlegrar vísitölu, sem er byggð á eldri vísitölum íbúðaverðs fyrir tímabilið 1981-2024 og nýrri undirvísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og tekur gildið 100 í janúar 2024. Mælaborðið má finna á https://hms.is/gogn-og-maelabord/visitolur

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS