27. febrúar 2024

Viðskipti með atvinnuhúsnæði halda dampi

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Umfang viðskipta með atvinnuhúsnæði hefur tekið við sér á síðustu mánuðum eftir að hafa dregist saman frá árinu 2022. Fjöldi kaupsamninga og heildarvelta slíkra fasteigna hefur haldist tiltölulega stöðugur frá síðasta hausti og eru þær tölur á svipuðum slóðum og þær voru árið 2021.

Þinglýsta kaupsamninga má finna í Kaupskrá fasteigna, sem HMS uppfærir 22. dag hvers mánaðar eða fyrsta virka dag eftir það. Hægt er að nálgast kaupskrána með því að smella á þennan hlekk.

HMS hefur áður greint frá samdrætti í viðskiptum með atvinnuhúsnæði, en heildarvelta kaupsamninga slíkra fasteigna dróst saman um rúmlega helming á milli síðasta og þarsíðasta árs. Hins vegar er engan samdrátt að finna þegar litið er til veltutalna frá september í fyrra.

Myndin hér að neðan sýnir mánaðartölur yfir fjölda kaupsamninga um atvinnuhúsnæði, auk fimm mánaða hlaupandi meðaltals, frá árinu 2020. Myndin sýnir að fjöldi kaupsamninga sveiflast töluvert eftir mánuðum, en á síðustu fimm mánuðum hafa á bilinu 85 til 114 samningar um atvinnuhúsnæði verið þinglýstir í hverjum mánuði.

Í janúar voru alls 102 samningar þinglýstir, miðað við 89 í desember í fyrra. Af þeim 102 samningum sem voru undirritaðir í janúar voru 60 um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, en 42 þeirra voru um atvinnuhúsnæði annars staðar á landinu.

Heildarvelta samninganna nam 7,3 milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu, en 2,1 milljörðum króna utan þess. Því var meðalkaupverð fasteigna 121 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu , en 49 milljónir króna utan höfuðborgarsvæðisins.

Uppfært 8. mars. 2024. Fjölda- og veltutölur um kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru uppfærðar eftir að upp komst um villu í gagnavinnslu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS