31. maí 2024

Varað við kaupum á vörum frá netverslunum utan Evrópu

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Varast skal grunsamlega lágt vöruverð frá erlendum netverslunum þar sem vörurnar geta verið hættulegar
  • Vörur sem seldar eru utan Evrópu uppfylla oft ekki öryggiskröfur
  • Vöruverð sem er langt undir markaðsverði getur bent til þess að í vörunum séu hættuleg efni og að nauðungarvinna liggi að baki framleiðslu þeirra

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir  markaðsverði.

HMS og önnur markaðseftirlitsstjórnvöld fylgjast með því að vörur á íslenskum markaði uppfylli öryggiskröfur. Það er þó farsælast að neytendur séu meðvitaðir um eigin vörukaup og velji aðeins vörur sem þeir telja sig geta verið vissir um að uppfylli þær kröfur sem gilda um vöruöryggi innan EES-svæðisins.

Mikilvægt er að neytendur séu gagnrýnir þegar kemur að “kjarakaupum” frá erlendum netverslunum og spyrji sig af hverju verðið sé svona lágt samanborið við evrópskar vörur. HMS bendir sérstaklega á að  mjög ódýrar vörur frá netverslunum utan Evrópu uppfylla að öllum líkindum ekki kröfur sem gerðar eru til þeirra í Evrópu. Nauðungarvinna við framleiðslu varanna getur líka skýrt lágt vöruverð.

Sérlega lág verð samanborið við sambærilegar vörur í öðrum netverslunum gefa vísbendingu um að hlutaðeigandi vörur hafi ekki verið prófaðar með tilliti til öryggisatriða. Neytendur ættu því að íhuga hvort barnaleikföng, föt, snyrtivörur og aðrar vörur gætu innihaldið efni sem eru bönnuð samkvæmt evrópskum stöðlum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS