20. desember 2024
22. september 2022
Útgáfa kaupskrár fasteigna og leiguskrár íbúðarhúsnæðis
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Kaupskrá fasteigna inniheldur upplýsingar sem HMS skráir upp úr þinglýstum kaupsamningum. Þar má meðal annars finna upplýsingar um kaupverð, dagsetningu kaupsamnings og staðsetningu fasteignar. Kaupsamningar geta verið um íbúðarhúsnæði, sumarhús eða atvinnuhúsnæði.
Leiguskrá íbúðarhúsnæðis inniheldur upplýsingar sem HMS skráir upp úr þinglýstum leigusamningum íbúðarhúsnæðis. Þar má meðal annars finna upplýsingar um leiguverð, gildistíma leigusamnings og staðsetningu leiguhúsnæðis. Þess ber þó að geta að ekki er öllum leigusamningum þinglýst og inniheldur leiguskráin því aðeins hluta af öllum leigusamningum um íbúðarhúsnæði.
Gögnin eru uppfærð mánaðarlega eftir skráningu og yfirferð. Útgáfa kaupskrár miðast við 22. hvers mánaðar eða fyrsta virka dag eftir það.
HMS ber ekki ábyrgð á notkun upplýsinganna af hálfu þriðja aðila.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS