20. júní 2024

Uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í Samráðsgátt

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS kynnir til samráðs uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í Samráðsgátt. Aðgerðaáætlunin er uppfærsla eldri aðgerðaáætlunar sem var fyrst gefin út árið 2018 og síðan uppfærð árið 2020. Hún inniheldur 150 loftslagsaðgerðir og loftslagsverkefni sem endurspegla lausnir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar bindingar kolefnis. Af þeim tengjast sjö aðgerðir mannvirkjagerð en þær heyra undir S.2. Smærri iðnaður í aðgerðaflokknum Samfélagslosun á beinni ábyrgð (S - e. ESR). Aðgerðirnar sjö eru eftirfarandi:

  • S.2.A1 Reynsluverkefni um losunarfría framkvæmd hjá Vegagerðinni
  • S.2.A2 Reynsluverkefni um losunarfría framkvæmd hjá FSRE
  • S.2.A3 Kröfur og ábyrgð hleðsluinnviða á framkvæmdasvæðum í þéttbýli
  • S.2.A4 Innleiðing innra kolefnisverðs opinberra framkvæmda
  • S.2.A5 Styðja við innleiðingu aðgerða í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030
  • S.2.B1 Ítarlegri skráning um orkugjafa og losun vinnuvéla
  • S.2.B2 Orkuskipti hreyfanlegra véla og tækjabúnaðar

Eins og sjá má þá tengjast aðgerðirnar sjö margar hverjar Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð, sem unninn er á vegum Byggjum grænni framtíð, bæði hvað varðar innleiðingu vegvísisins almennt og aðgerðir 2.2., 2.6. og 2.7.

HMS hvetur alla hagaðila í mannvirkjagerð til að kynna sér uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og senda inn umsagnir í Samráðsgátt, en frestur til þess er til og með 14. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast uppfærða aðgerðaáætlun með því að smella á þennan hlekk.

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS