18. nóvember 2025

Vísitala íbúðaverðs stóð í stað á milli mánaða í október 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Vísitala íbúðaverðs hélst stöðug milli mánaða bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni
  • Íbúðaverð hefur lækkað um 0,4% að raunvirði síðustu 12 mánuði
  • Verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði milli mánaða á meðan verð á sérbýlum lækkaði

Vísitala íbúðaverðs mældist 112,8 stig í október, annan mánuðinn í röð. Vísitalan stóð því í stað á milli mánaða í október, eftir að hafa hækkað um 1,53 prósent á milli mánaða í september.

Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 3,87 prósent á sama tíma og verðbólga mældist 4,3 prósent. Íbúðaverð lækkaði því um 0,4 prósent að raunvirði á milli októbermánaða 2024 og 2025.

Á mynd hér að neðan má sjá gildi og mánaðarbreytingu vísitölu íbúðaverðs á síðustu mánuðum.

Taflan hér að neðan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Vísi­tala íbúða­verðs fyr­ir októ­ber 2025

VísitalaGildiBreyting á milli mánaða12 mánaða breyting
Íbúðaverð112,80,0%3,87%
Sérbýli á hbs.114,0-0,35%5,85%
Sérbýli á landsbyggð115,0-0,43%1,68%
Fjölbýli á hbs.110,00,27%2,8%
Fjölbýli á landsbyggð117,81,03%6,61%

Fjöl­býli hækk­ar en sér­býli lækk­ar

Líkt og sjá má í töflunni hér að ofan stóð íbúðaverð í stað milli mánaða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur nú í 4,1 prósenti á meðan íbúðaverð á landsbyggðinni hefur hækkað um 3 prósent að nafnvirði á sama tíma.

Í töflunni má jafnframt sjá að verð á fjölbýlisíbúðum hækkaði á milli mánaða á meðan verð á sérbýlisíbúðum lækkaði, hvort sem litið er til landsbyggðarinnar eða höfuðborgarsvæðisins.

Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði vísitala fjölbýlis um 0,27 prósent á milli mánaða og vísitala sérbýlis lækkaði um 0,35 prósent. Á landsbyggðinni hækkaði fjölbýli um 1 prósent og sérbýli lækkaði um 0,43 prósent.

Hafa ber í huga að undirvísitölur íbúðaverðs fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni eru sveiflukenndar, en til samanburðar hækkaði verð á sérbýli um 1,32 – 2,88 prósent á milli mánaða í september.

Mæla­borð fyr­ir vísi­töl­ur HMS

Mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu íbúðaverðs, ásamt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð. Hægt er að nálgast mælaborðið með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Mælaborð fyrir vísitölur HMS

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS