11. júní 2024

Þörf fyrir 300 íbúðir á ári í Garðabæ

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Garðabær áætlar að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um nærri 10 prósent á næstu 5 árum
  • Fjöldi íbúða í byggingu í dag er í takt við fólksfjölgun í sveitarfélaginu, en búist er við að þörf sé á yfir 300 íbúðum á ári þar
  • Sveitarfélagið ætlar að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu um 2.300 íbúða næstu 5 ár

Garðabær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024. Áætlunin inniheldur miðspá um mannfjöldaþróun í sveitarfélaginu, sem gerir ráð fyrir að íbúum þar muni fjölga um 21,8% næstu 10 árin. Spáin helst óbreytt frá síðustu áætlun Garðabæjar fyrir árið 2023, en er nokkuð varfærnari en raunverulegur vöxtur sveitarfélagsins síðastliðin 10 ár þar sem hlutfallslegur vöxtur var 33,2%. Vöxtur síðustu þriggja ára hefur jafnframt verið nokkuð umfram spár og hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um tæplega 6,7% frá árinu 2021.

Endurskoðuð húsnæðisáætlun Garðabæjar áætlar að þörf verði fyrir um 300 íbúðir á ári, 1.473 íbúðir á næstu 5 árum og 3.236 íbúðir á næstu 10 árum. Fullbúnar íbúðir í Garðabæ voru samtals 407 í fyrra sem var nærri tvöföldun frá því árinu áður þegar þær voru 214 talsins. Hlutfallslega fjölgaði íbúðum um 6 prósent í Garðabæ í fyrra, mest allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar fjölgaði íbúðum um 4,7 prósent í Hafnarfirði, 1,3 prósent í Reykjavík, 0,5 prósent í Mosfellsbæ og 0,1 prósent í Kópavogi.

Í talningu HMS voru 740 íbúðir í byggingu í mars síðastliðnum sem er svipaður fjöldi og í þremur talningum á undan.  Framkvæmdirnar dreifast nokkuð jafnt yfir framvinduferilinn og eru nýjar framkvæmdir stöðugar. Fjöldi íbúða í byggingu er í takt við áætlaða íbúðaþörf samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar.

Markmið Garðabæjar er að fjölga lóðum fyrir allar tegundir íbúða í sveitarfélaginu, eftirspurn sýnir að óskað er eftir öllum tegundum af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, með fjölbreyttum herbergjafjölda. Garðabær hefur nú skipulagt lóðir fyrir 3.543 íbúðir. Á næstu 5 árum stefnir sveitarfélagið á að skapa skilyrði til að úthluta byggingarhæfum lóðum fyrir allt að 2.301 íbúðir svo lóðaframboð mæta áætlaðri íbúðaþörf. Helstu uppbyggingarsvæði Garðabæjar hafa verið í Urriðaholti, Eskiás og á Álftanesi. Einnig eru nú framkvæmdir hafnar í Hnoðraholti þar sem áætlað er að rísa muni um 500 íbúðir á næstu árum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS