22. apríl 2022

Örugg búseta fyrir alla – kortlagningu lokið á höfuðborgarsvæðinu

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í október sl. var samstarfsverkefni Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar (HMS), ASÍ og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ”Örugg búseta fyrir alla” ýtt úr vör, en markmiðið var að kortleggja búsetu í atvinnuhúsnæði. Verkefnið hófst með kortlagningu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er lokið og eru ítarlegar niðurstöður að finna í skýrslu sem unnin var í kjölfarið.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í Skógarhlíðinni í dag fóru Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS, Regína Valdimarsdóttir, teymisstjóri brunavarnasviðs HMS, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnar SHS yfir helstu niðurstöður.

Auk þess að kortleggja fjölda íbúa í atvinnuhúsnæði og ástand brunavarna var samsetning íbúanna einnig skoðuð m.t.t. móðurmáls, stöðu á vinnumarkaði og annarra þátta. Niðurstöður sýna að búseta í atvinnuhúsnæði hefur dregist saman frá því að könnun SHS var gerð árið 2017. Þá var talið að á bilinu 3.500 og 4.000 einstaklingar byggju í atvinnuhúsnæði en í dag er áætlað að íbúarnir séu 1.868 talsins, þar af 19 börn. Flestar þessara íbúða eru á svæðum sem eru í umbreytingarferli. Hafa ber þó í huga að ýmsir áhrifaþættir í samfélaginu geta valdið því að íbúafjöldi í atvinnuhúsnæði sé breytilegur.

Brunavarnir eru á heildina litið betri en gert var ráð fyrir en áætlað er að um helmingur íbúa búi við ásættanlegar brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur þó þörf á að skoða fjórðung húsnæðisins aftur á næstunni til að yfirfara brunavarnir betur. Tæplega 33% íbúa eru pólskumælandi þar næst koma Íslendingar, tæp 24%. Stór meirihluti, eða næstum 85% íbúa, er á vinnumarkaði. Vísbendingar eru um að Íslendingar eigi oftar atvinnuhúsnæðið sem þeir búa í en fólk af erlendum uppruna sé líklegra til að leigja.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

 

Safe housing for everyone- mapping of the capital region completed.  

The joint venture "Safe Housing for Everyone" was launched last October by the Housing and Construction Authority (HMS), the Icelandic Confederation of Labour (ASI) and the Capital Region Fire Brigade (SHS), with the aim of mapping dwellings in commercial properties for fire prevention purposes. The capital region was the first area to be mapped, the details of which were published in a report.

Jón Viðar Matthíasson, SHS fire chief; Regína Valdimarsdóttir, Team Leader at HMS; Drífa Snædal, President of ASÍ and Dagur B. Eggertsson, Chairman of the SHS Board, presented the main results at a press conference held in Skógarhlíð today.

The project involved assessing the number of inhabitants in commercial properties, current fire protection measures, and an analysis of the status of inhabitants regarding mother tongue, labour market status and other factors. The results showed that commercial property inhabitants had decreased since the SHS survey was conducted in 2017 when an estimated 3,500- 4,000 individuals lived in commercial housing. Recent figures show that there are currently 1,868 inhabitants, 19 of which are children. Most of these dwellings are in areas that are currently undergoing gentrification. Changes within society are an influencing factor in the number of people living in commercial housing.

Fire protection was generally of a higher standard than anticipated, but about half of the inhabitants lived without the necessary fire protection. The Capital Region Fire Brigade (SHS) believes that 25% of these commercial premises will need to be re-inspected to review fire protection measures thoroughly. Almost 33% of the population were Polish-speaking, whereas 24% were Icelanders. The vast majority, or nearly 85%, were employed in the labour market. There were indications that Icelanders often owned the commercial premises where they lived, whereas individuals of foreign origin were more likely to rent.

The full report is included.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS