5. maí 2025
5. maí 2025
Tæpur milljarður í húsnæðisstuðning í apríl
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
30. apríl síðastliðinn greiddi HMS um 980 milljónir króna í húsnæðisstuðning til leigjenda vegna leigu í apríl. Þessar greiðslur styðja við þúsundir heimila um allt land og miða að því að draga úr húsnæðiskostnaði efnaminni leigjenda og auka húsnæðisöryggi þeirra. Greiðslurnar taka til tveggja flokka húsnæðisstuðnings; almennra húsnæðisbóta og veitingu sérstaks stuðnings fyrir íbúa Kópavogs og Skagafjarðar.
Almennar húsnæðisbætur
Húsnæðisbætur, sem er stærsti hluti þessa stuðnings, er ætlað að lækka húsnæðiskostnað tekju- og eignalægri leigjenda til að styðja þá við að standa straum af leigugreiðslum. HMS greiddi tæpar 950 milljónir króna til um 17.430 umsækjanda í almennar húsnæðisbætur vegna leigu í aprílmánuði.
Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir Kópavog og Skagafjörð
HMS greiðir einnig sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sveitarfélögin Skagafjörð og Kópavog sem hluti af tilraunaverkefni stjórnvalda. Sérstakur húsnæðisstuðningur er á forræði sveitarfélaganna og felur í sér aukinn stuðning við þá sem sökum fjárhagslegra- eða félagslegra aðstæðna eiga erfitt með að standa straum af húsnæðiskostnaði. Greiddar voru um 26 milljónir króna til um rúmlega 1000 umsækjenda í Kópavogi og 90 umsækjenda í Skagafirði.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS