7. mars 2024

Nær helmingi fleiri útköll 2023 vegna elds í byggingu en árin á undan

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Slökkvilið landsins sinntu alls 314 útköllum vegna eldsvoða í mannvirkjum í fyrra, og hefur þeim fjölgað um 46 prósent á tveimur árum. Útköllin í fyrra voru tæplega helmingi fleiri en þau hafa að meðaltali verið á síðustu fimm árum.  Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tölfræði úr útkallskýrslugrunni slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr, fyrir árið 2023.

Slökkvilið landsins sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Dæmi um verkefni sem eru lögbundin eru m.a. slökkvistarf og reykköfun, björgun á fastklemmdu fólki t.d. vegna umferðarslysa, eldvarnareftirlits og forvarnir. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum, t.d. sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.

Útkallsskýrslugrunnur slökkviliða inniheldur upplýsingar um þau verkefni sem slökkviliðin sinna og eru þær upplýsingar nýttar til tölfræðilegrar úrvinnslu. HMS hefur tekið saman tölfræði slökkviliða úr grunninum fyrir árið 2023.

Verk­efn­um slökkvi­liða hef­ur fjölg­að tölu­vert á síð­ustu árum

Verkefni slökkviliða árið 2023 voru 3.104 í heildina, eru þar talin með bæði lögbundin verkefni slökkviliða og önnur verkefni sem slökkviliðin taka að sér. Í lögbundnum verkefnum slökkviliða varð 14 prósent aukning eða úr 1.630 árið 2022 í 1.860 verkefni árið 2023. Fjöldi annarra verkefna stóð í stað á milli ára.  

Mikil aukning varð í verkefnum er sneru að eldsvoða bæði í mannvirkjum og utan þeirra árið 2023. Húsbrunar flokkast sem eldur í byggingu og varð fjölgun í þeim flokki um 22 prósent milli ára, eða úr 258 brunum árið 2022 í 314 bruna árið 2023, líkt og sést á mynd hér að neðan. Þar sést að útköllum vegna eldsvoða í byggingu hefur fjölgað töluvert frá árinu 2021, en fram að því voru útköllin að jafnaði um 200 á hverju ári.

Sé horft til meðaltals síðastliðna 5 ára varð 40 prósenta aukning árið 2023. Einnig varð fjölgun í eldútköllum utan mannvirkja, úr 386 útköll árið 2022 í 478 útköll árið 2023, eða um 24 prósenta aukning milli ára.

Þrjú lét­ust í þrem­ur að­skild­um brun­um í fyrra

Þrjú létust á Íslandi í brunum árið 2023. Voru þetta þrjú aðskilin tilfelli sem hvert leiddi af sér mannslát. Tvö mannsláta urðu við eldsvoða á heimilum einstaklinga sem voru bjuggu í atvinnuhúsnæði og eitt varð við bruna í skipi.

Stjórnvöld og slökkvilið landsins hafa markvisst stefnt að auknum brunavörnum á Íslandi síðustu áratugi. Náðst hefur góður árangur heilt yfir þegar horft er til talna um mannslát í brunum á tímabilinu 1968-2023, þar sem þeim hefur fækkað töluvert að meðaltali. HMS mun halda áfram á  þeirri vegferð að bæta brunavarnir á Íslandi til að tryggja öryggi fólks og bæta eignaöryggi.

Nauðsynlegt er að fólk hugi vel að brunavörnum í nærumhverfi sínu til að lágmarka líkur á bruna. HMS sinnir öflugu fræðslu og forvarnarstarfi á sviði brunavarna, inn á vefnum Vertu eldklár má nálgast  forvarnar- og fræðsluefni varðandi brunavarnir heimilisins https://vertueldklar.is/  

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS