16. apríl 2025
30. september 2021
Stofnframlög gera Bjargi kleift að bjóða öruggt og hagkvæmt leiguhúsnæði
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Í vikunni afhenti Bjarg íbúðafélag sína fimmhundruðustu íbúð til útleigu. Bjarg íbúðafélag var komið á fót árið 2016 af ASÍ og BSRB og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Árið 2019 var fyrsta íbúðin afhent og síðan þá hefur verið mikill vöxtur hjá félaginu.
Í vikunni afhenti Bjarg íbúðafélag sína fimmhundruðustu íbúð til útleigu. Bjarg íbúðafélag var komið á fót árið 2016 af ASÍ og BSRB og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Árið 2019 var fyrsta íbúðin afhent og síðan þá hefur verið mikill vöxtur hjá félaginu.
Bjarg hyggur á áframhaldandi uppbyggingu íbúða þar sem enn er mikil eftirspurn eftir íbúðum félagsins. Bjarg er óhagnaðardrifið leigufélag og því hafa gjöld og kostnaður bein áhrif á leiguverð og endurspeglar það raunkostnað við rekstur fasteigna. Það sýndi sig vel í sumar þegar Bjarg lækkaði leiguverð í ljósi endurfjármögnunar félagsins.
Til að gera þessa miklu uppbyggingu mögulega hefur Bjarg notið stuðnings ríkis og sveitarfélaga í gegnum stofnframlög. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir stofnframlög fyrir hönd ríkisins og fer úthlutun fram að minnsta kosti einu sinni á ári. Frá því að stofnframlögunum var komið á fót árið 2016 hefur Bjarg fengið úthlutað framlagi á hverju ári. Heildar stofnframlög sem hafa komið í hlut Bjargs eru 6,3 milljarðar og er ætlað til uppbyggingar á rúmlega 1.100 íbúðum. Því er ljóst að félagið er hvergi hætt í sinni uppbyggingu og von á að þaðan komi um 600 íbúðir til viðbótar á næstu árum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS