4. september 2025
3. september 2025
Skráning sumarbústaðalóða í Bláskógarbyggð áberandi í tölum ágústmánaðar
- Um 120 nýjar lóðir voru skráðar í fasteignaskrá í ágúst 2025
- Flestar lóðir sem skráðar voru í ágúst voru af gerðinni sumarhúsalóð.
- Flestar lóðir voru skráðar i sveitarfélaginu Bláskógarbyggð.
Alls voru 120 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá HMS í ágústmánuði 2025. Flestar þeirra eru sumarbústaðalóðir, alls 43 talsins. Íbúðarhúsalóðir voru 33 talsins og vegsvæði voru óvenju mörg miðað við aðra mánuði ársins eða 12 talsins.
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Líkt og myndin sýnir eru flestar lóðir staðfestar í mánuðunum ætlaðar sumarbústöðum og er stærstur hluti þeirra staðsettur í Bláskógabyggð eða 31 talsins en 10 þeirra í Múlaþingi. Lóðir fyrir íbúðarhús eru 33 og eru flestar þeirra í sveitarfélögunum Ölfusi og Skagafirði eða 11 í hvoru fyrir sig.
Uppbygging vegsvæðis hefur áhrif á tölur mánaðarins.
Uppbygging 7,4 km langs kafla á vegsvæði Hagabrautar milli Landvegar og Reiðholts í Holtum hefur þau áhrif að óvenju mörg vegsvæði voru skráð í mánuðunum eða 12 talsins. Atvinnulóðir voru 18 og dreifast þær nokkuð jafnt yfir stærri sveitarfélögin. 10 eignir eru með notkunina lóð eða annað land en líklegt er að notkunarskráning þeirra breytist þegar fram líða stundir.