10. júlí 2025
30. október 2024
Nýtt LCA lífsferilsgreiningartól
Hugbúnaðarfyrirtækið One Click LCA kynnir nýtt lífsferilsgreiningartól, sérsniðið að íslenskri reglugerð um lífsferilsgreiningar fyrir mannvirki.
Tólið er þróað í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er hannað til að styðja við íslenskan byggingarmarkað við útreikninga á lífsferilsgreiningum. Meðal annars eru íslensk meðaltalsgildi samþætt í tólið, sem einfalda útreikninga og auka nákvæmni fyrir íslenskar aðstæður.
Við hvetjum ykkur til að taka þátt í viðburðinum þann 13. nóvember frá 9-10, þar sem farið verður yfir lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð og hið nýja íslenska One Click LCA-tól kynnt.