6. febrúar 2024

Samráðsfundir HMS með rafverktökum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Undanfarin ár hefur HMS fundað skipulega með löggiltum rafverktökum. í upphafi sá ráðgjafafyrirtækið Kjarnaráðgjöf um fundina fyrir hönd HMS en fljótlega tók starfsfólk stofnunarinnar við. Markmiðið með fundunum er könnun á virkni öryggisstjórnkerfis rafverktaka, áhrif miðlægrar rafmagnsöryggisgáttar á þá virkni, fræðsla um notkun gáttarinnar, skil á lokatilkynningum, úrvinnsla rafverktaka á athugasemdum úr skoðunum, fræðsla um mælingar í neysluveitum, kynning á breytingum á reglugerð, mikilvægi aðgangs að stöðlum o.fl.

Haldnir hafa verið fundir með u.þ.b. 500 löggiltum rafverktökum af u.þ.b. 700 sem skráðir eru. Almenn ánægja er hjá rafverktökum með þessa fundi og vilja flestir að þeir verði haldnir reglulega. Ánægja með rafmagnsöryggisgáttina, sem var almenn framan af, fer þó minnkandi, töluvert er um óskir um endurbætur og nýjungar í henni. Þetta kemur ekki á óvart þar sem gáttin er komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. HMS mun áfram leggja áherslu á skipulega fundi með löggiltum rafverktökum enda ótvíræður árangur af þeim, bæði fyrir stofnunina og rafverktaka.

Hlekkur í skýrslu um þessar heimsóknir á árunum 2021-2023 má nálgast hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS