28. nóvember 2024

Rb-blöð mánaðarins: Tæring málma og orsakir tæringar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og mun HMS birta blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blað mánaðarins er í þetta skiptið tvö blöð um tæringu málma.

Al­mennt um tær­ingu

Tæring málma á sér stað vegna þess að málmur leysist upp í tærandi umhverfi. Með öðrum orðum þá veldur samspil málms og annarra  efna í umhverfinu tæringu. Spennuröð málma getur einnig verið orsakavaldur í ryðmyndun (oxun) þar sem málmar snertast.

Tæring málma getur haft alvarlegar afleiðingar og því er full ástæða til að kanna ástand til dæmis hita- og vatnslagna, en gömul og tærð rör geta gefið sig. Yfir vetrartímann er álagið á hitalagnir meira en að sumri til.

Annað þekkt vandamál er ryðmyndun steypustyrktarstáls(bendistál), en steypustyrktarstál sem ryðgar hefur margfalt rúmmál á við stálið sjálft og sprengir því stálið af sér steypuna sem áður huldi það fyrir veðri og vindum. Þetta getur verið vegna vöntunar á viðhaldi yfirborðs steypunnar eða röng staðsetning járn, þ.e. of nálægt útbrún veggjar. Þetta eykur áhættu og flýtir fyrir frekari rakaskemmdum sem getur svo orsakað styrkleikamissi í steypunni og jafnvel í öllum byggingarhlutanum.

Líkt og með margt annað varðandi mannvirki er mikilvægt að fylgjast reglulega með ástandi málma, huga að fyrirbyggjandi aðgerðum og bregðast við sem fyrst beri á tæringu og öðrum vandamálum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS