4. júlí 2024

Rb-blað mánaðarins: Verndun viðar gegn fúa

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og mun HMS birta blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blað mánaðarins fjallar um verndun viðar gegn fúa og skiptist í tvö blöð.

Í Rb-blaði mánaðarins er fjallað um viðarskemmdir af völdum fúa í mannvirkjum, bæði stórum og smáum, og forvarnir gegn þeim í tveimur hlutum. Markmiðið með Rb-blöðunum tveimur var að koma á framfæri undirstöðuþekkingu, sem nota má til að bæta árangur við notkun trjáviðar eða timburs þar sem búast má við að fúaskemmdir geti orðið.

Yfir sumarmánuðina er hentugt að huga að viðhaldi utanhúss, pallasmíði eða öðrum framkvæmdum. Þar sem timbur kemur við sögu er mikilvægt að geta viðhaldið eiginleikum þess eins lengi og kostur er.

Fyrri hluti: Við­ar­skemmd­ir og or­sak­ir fúa

Í þessu fyrra blaði er meginviðfangsefnið viðarskemmdir og orsakir fúa. Fjallað er m.a. um yfirborðsskemmdir, aðrar viðarskemmdir, algengustu orsakir fúasveppa, flokkun fúa og skilyrði fúamyndunar.

Helstu orsök fúaskemmda má rekja til veðrunar hér á landi, lélegrar hönnunar og rangs byggingarlags, eins og að rakasperrur séu á röngum stað og loftræsting ónóg. Talið er að minna sé um fúa þar sem timbrið er ekki of þykkt, vatn situr ekki á því og vindur lekur um það.

Seinni hluti: Gagn­vörn og fúa­varn­ar­efni

Í þessu síðara Rb-blaði er meginviðfangsefnið gagnvörn og fúavarnarefni. Fjallað er m.a. um efnameðferð gegn fúa, Norræna timburverndarráðið, gagnvarnarflokka, gæðaeftirlit og fúavarnarefni.

Í blaðinu má finna lýsingu á gagnvarnarflokkum auk ráðlegginga um val á gagnvörn fyrir hvern og einn notkunarflokk. Gagnvarnarflokkar hafa verið skilgreindir á vegum Norræna timburverndarráðsins fyrir notkunarflokka í samræmi við Evrópustaðla.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS