25. mars 2025

Rb-blað mánaðarins: Snjóhengjuvarnir

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar, það er blöð sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blað mánaðarins í mars fjallar um snjóhengjuvarnir á hallandi þök.

Snjó­hengju­varn­ir á hallandi þök

Huga þarf vel að snjó eða klaka á hallandi þökum. Snjór eða klaki, til dæmis grýlukerti sem rennur af þökum, getur valdið alvarlegum slysum og tjóni á eignum, sérstaklega ef fallhæðin er mikil.

Mikilvægt er að bregðast við í tíma og fyrirbyggja slys. Sem dæmi er hægt að setja upp þakgrind á þök þar sem þakhalli er mikill, varmatap er talsvert eða snjór á þaki hitnar vegna sólskins.

Vanda þarf til verka við val á útfærslu og uppsetningu snjóhengjuvarna. Staðsetning þakgrindar, festingar, lengd, hæð og fleira skiptir miklu máli varðandi hversu vel grindin grípur snjó og klaka á hreyfingu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS