25. febrúar 2025

Rb-blað mánaðarins: Snjóbræðsla

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar, það er blöð sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blað mánaðarins er í þetta skiptið tvö blöð og fjalla þau um snjóbræðslu.

  • Rb-blöð mánaðarins voru gefin út í ágúst 2002 og fjalla annars vegar um fræðilegu hlið þess að setja upp snjóbræðslukerfi og hins vegar um hagnýt atriði er varða uppbyggingu og frágang snjóbræðslukerfa. Blaðið Snjóbræðsla – fræðilegur grunnur nálgast með því að smella á þennan hlekk. Blaðið Snjóbræðsla – hagnýt atriði má nálgast með því að smella á þennan hlekk.
  • Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk

Snjó­bræðsla

Undanfarna áratugi hefur færst í vöxt að bræða snjó á gangstéttum, bílastæðum og götum með varmagjöf frá snjóbræðslukerfum.

Mikilvægt er að vanda til verka og huga meðal annars að afli, varma- og orkuþörf og afköstum kerfisins. Einnig þarf að huga vel að uppbyggingu og frágangi kerfanna. Skoða þarf hvort kerfin liggi undir hellum, malbiki eða steypu varðandi frágang og skilvirkni kerfisins. Enn fremur er mikilvægt að leggja kerfið rétt, að velja réttar lagnir og að velja rétt stjórnkerfi miðað við aðstæður.

Að mörgu er að hyggja sé verið að leggja snjóbræðslukerfi. Til að vel takist til er mikilvægt að undirbúningur, efnisval og frágangur sé í samræmi við áætluð not.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS