24. apríl 2024

Rb-blað mánaðarins: Mál mannslíkamans og rýmisþörf

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svokölluðum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningarblöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og mun HMS birta blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar.

Dagana 24. – 28. apríl verður hönnunarhátíðin HönnunarMars haldinn um allt höfuðborgarsvæðið. Hátíðin verður nú haldinn í sextánda sinn og inniheldur hún ýmsar sýningar, viðburði og samtöl sem snerta að hönnun og arkítektúr.

Arkitektúr snýst að stórum hluta um rými, -t.d. - rýmisnotkun, skipulag og að mannvirkið þjóni tilgangi sínum á sem bestan hátt fyrir alla notendur. Einnig er mikilvægt er að mannvirki veiti þægilega og góða upplifun í viðveru í rýmunum.

Í því ljósi varð Mál mannslíkamans og rýmisþörf fyrir valinu sem Rb-blað mánaðarins.

Blaðið fjallar um meðalmál mannslíkamans og í því eru seilingarfjarlægðar sýndar, bæði fyrir börn, fullorðna og aldraða. Þar má finna niðurstöður rannsókna sem fram fóru á árunum 1965 til 1983 í Vestur-Evrópu og eru í formi líkamsmáls fólks í millimetrum. Þar á meðal eru mál fyrir rýmisþörf karla og kvenna með regnhlíf og fólks sem stendur í röð.

rb blað

Skjáskot úr Rb-blaði mánaðarins sem sýnir rýmisþörf fólks í mismunandi aðstæðum.

Líkamsmálunum er ætlað að stuðla að betri skilningi hönnuða og arkitekta á rýmisþörf fólks í mismunandi aðstæðum. Því gætu þau verið nytsamleg til að hafa til hliðsjónar þegar verið er að hanna rými fyrir almenning.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS