31. október 2024
31. október 2024
Rb-blað mánaðarins: Jarðvatnslagnir við hús
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og mun HMS birta blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um jarðvatnslagnir við hús og kjallara.
- Rb-blað mánaðarins var gefið út í janúar 1973 og má nálgast með því að smella á þennan hlekk.
- Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk
Dren
Dren er í einfölduðu máli frárennsliskerfi sem leiðir jarðvatn frá mannvirkjum til að með þann tilgang að halda byggingarhlutum í jarðvegi þurrum. Að hausti, þegar mikil úrkoma er algeng, eykst álag á drenkerfi, sérstaklega þegar hitastig sveiflast milli frosts og þýðu. Þessar aðstæður geta leitt til asahláku, sem setur enn frekara álag á kerfin.
Þess vegna er afar mikilvægt að vanda til verka varðandi lagningu drens, en röng staðsetning eða halli getur haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér líkt og leka í kjallara og rakaskemmdir. Mikilvægt er því að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum, viðhaldi og endurnýjun þar sem við á.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS