30. ágúst 2023

Óvissa um framleiðslugetu og fjármögnun húsnæðisuppbyggingar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Hús­næð­is­þing fór fram í dag Hilton Reykja­vík hót­el­inu. 

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju leigufélags, sagði á þinginu að ný húsnæðisstefna, sem stjórnvöld hafa lagt fram, sé góður grunnur til framtíðar en óvissa ríki um bæði framleiðslugetu í byggingariðnaðinum og um fjármögnun uppbyggingarinnar. Guðbrandur segir að stofnframlög ríkis og sveitarfélaga hafi reynst óhagnaðardrifnum leigufélögum vel við að fara í öfluga uppbyggingu fyrir þann hóp sem hafi minnsta greiðslugetu. Há verðbólga og hærri vextir á verðtryggðum lánum, sem þau hafi neyðst til að binda í langan tíma, séu hins vegar slæmar fréttir fyrir leigufélagið Brynju og skjólstæðinga þess.

“Vaxtaumhverfið er stór áskorun fyrir alla sem eru að vinna á óhagnaðardrifnum forsendum. Við þurfum að finna samstarfsfleti með fjármálamarkaðnum um hvernig við fjármögnum þau stóru og miklu verkefni sem við þurfum að fara í á næstu árum,” segir Guðbrandur.

Hægt er að sjá upptöku frá Húsnæðisþinginu hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS