23. apríl 2025
16. febrúar 2023
Öskudagur nálgast
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Öskudagur nálgast með uppáklæddum börnum
Það er gott að hafa í huga við val á búningum að passa upp á að tilheyrandi varnaðarmerkingar séu í lagi. Grímubúningar verða að uppfylla sömu skilyrði og leikföng.
- Foreldrar og aðrir forráðamenn ættu að hafa í huga að grímubúningar fyrir börn þurfa að vera CE-merktir.
- Einnig þarf að skoða viðvörunarmerkingar vel og hafa í huga hvort grímubúningurinn hæfi aldri og þroska barnsins.
- Svo þarf að hafa í huga eldhættu.
- Flestir grímubúningar sem teknir eru af markaði í Evrópu eru vegna efnahættu og geta því valdið eitrunarviðbrögðum á húð eða í öndunarfærum.
- HMS vill því hvetja foreldra og aðra forráðamenn að vanda valið vel þegar kemur að velja grímubúninga fyrir börn og velja búninga sem hæfa þroska barnsins ásamt því að hafa öryggið í huga.
Ef þú sást grímubúning án CE-merkingar, þá geturðu tilkynnt það með því að smella hér.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS