31. maí 2023
9. maí 2023
Orkumerkingar ljósgjafa mjög ábótavant
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Í mars síðastliðnum lét Húsnæðis- og mannvirkjastofnun faggilta skoðunarstofu, BSI á Íslandi, framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga ljósgjafa. Þeir ljósgjafar sem voru skoðaðir voru ljósaperur, LED borðar (50 cm á lengd og yfir 60 lm) og ljósaseríur (50 cm á lengd og yfir 60 lm).
Þann 1. september 2021 voru innleiddar nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa með kvarðanum A – G. Þá hófst 18 mánaða aðlögunartímabil en því tímabili lauk 1. mars síðastliðinn og eiga þá allir ljósgjafar að vera komnir með nýja miðann.
Niðurstaða skoðunarinnar var sú að orkumerkingar voru á heildina litið mjög ábótavant.
Alls voru 573 vörur skoðaðar og einungis 221 af þeim voru með engar athugasemdir eða um 39%. Gerðar voru athugasemdir við 352 vörur eða um 61%. Tæplega helmingur varanna eða 48% voru með gamla orkumerkimiðann. Um 13% af skoðuðum vörum voru með alvarleg frávik. Alvarleg frávik var gefið þegar annað hvort enginn miði var á vöru eða miði merktur sem „annars konar merking“. Í nánast öllum tilfellum vantaði orkumerkingar á ljósaseríur og LED borða.
Orkumerkingar ljósgjafa
Hér er hægt að nálgast markaðskönnunina á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Orkumerkingar ljósgjafa
Hér er hægt að nálgast markaðskönnunina á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS