6. mars 2025
6. mars 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um hlutdeildarlán fyrir mars
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS hefur opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán fyrir marsmánuð. Hægt er að sækja um til og með 20. mars. Um er að ræða fyrstu úthlutun ársins, en HMS mun einnig opna fyrir umsóknir í apríl.
Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og eru ætluð fyrstu kaupendum, sem og þeim sem ekki hafa átt fasteign síðustu fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Markmið lánanna er að aðstoða fyrstu kaupendur í að komast inn á húsnæðismarkaðinn með því að brúa bilið við fasteignakaup.
Sækja um hlutdeildarlán
350 milljónir til úthlutunar
Umsóknartímabilið stendur frá 6. mars og til kl. 12:00 þann 20. mars næstkomandi. Til úthlutunar að þessu sinni eru 350 milljónir króna. Dugi fjármagnið ekki sem nú er til úthlutunar verður dregið af handahófi úr umsóknum þeirra umsækjanda sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána í samræmi við forgangsreglur.
Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% veittra hlutdeildarlána veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Ekki verður hægt að gefa út lánsvilyrði fyrr en allar umsóknir hafa verið yfirfarnar.
Tíu milljörðum úthlutað til nærri 1.000 nýrra heimila
Frá því að fyrst var byrjað að veita hlutdeildarlán árið 2020 hafa slík lán verið veitt til kaupa á 989 íbúðum og nemur heildarfjárhæð hlutdeildarlána nærri 10,2 milljörðum króna. Flest lán hafa verið veitt vegna kaupa í Reykjavík og Hafnafirði, en 62% veittra lána hafa verið á höfuðborgarsvæðinu.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS