3. apríl 2025
8. desember 2023
Opnað fyrir sértækan húsnæðisstuðning fyrir Grindvíkinga
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Opnað fyrir umsóknir um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ
Nú er hægt að sækja um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ á mínum síðum HMS. Umsóknina má nálgast hér.
Athugið að eingöngu þeir sem höfðu lögheimili eða tímabundið aðsetur í Grindavíkurbæ þann 10. nóvember s.l. en var gert að yfirgefa heimili sitt á grundvelli laga um almannavarnir. Skilyrði er einnig að umsækjandi og heimilismenn skrái aðsetur sitt í hinu leigða húsnæði, en það er gert hér.
Fyrsta greiðsla vegna þeirra umsókna sem samþykktar hafa verið verður framkvæmd fyrir 15. desember n.k. og er hún vegna leigu í húsnæði utan Grindavíkurbæjar í nóvembermánuði.
Leiguskrá
Skilyrði er að leigusamningurinn sé skráður í leiguskrá húsnæðisgrunns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hér er hægt að gera húsaleigusamning í leiguskrá. Athugið að ekki þarf að þinglýsa samningum.
Hér má sjá lögin í heild.
Gera húsaleigusamning í Leiguskrá
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS