Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Mínar síður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög: Síðari úthlutun ársins 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög í seinni úthlutun fyrir árið 2022. HMS úthlutar stofnframlögum fyrir hönd ríkisins og tekur á móti og vinnur úr umsóknum. Stofnframlögin frá ríkinu í þessari úthlutun hljóðar upp á 2,3 milljarða.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög: Síðari úthlutun ársins 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög í seinni úthlutun fyrir árið 2022. HMS úthlutar stofnframlögum fyrir hönd ríkisins og tekur á móti og vinnur úr umsóknum. Stofnframlögin frá ríkinu í þessari úthlutun hljóðar upp á 2,3 milljarða.

Umsóknarfrestur er til 16.október næstkomandi og má nálgast allar frekari upplýsingar um umsóknarferlið á heimasíðu HMS. Athygli er vakin á því að reglur um hámarksbyggingarkostnað hafa verið hækkaðar frá seinustu úthlutun til að koma til móts við hækkandi kostnað.

Stofnframlög veitt til uppbyggingar á yfir 3.000 íbúðum

Frá árinu 2016 þegar lög um stofnframlög tóku gildi hafa stjórnvöld úthlutað framlögum upp á 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið. Á þessu ári hafa rúmlega 660 íbúðir verið teknar í notkun sem er um þriðjungur af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu.

Markmiðið með stofnframlögum er að fjölga hagkvæmum leiguíbúðum og bæta húsnæðisöryggi eignalítilla og tekjulágra. Húsnæðiskostnaður á að vera í samræmi við greiðslugetu og að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.

Það eru ýmsar kröfur gerðar til almennra íbúða, sem eru byggðar í gegnum stofnframlög, þær þurfa að uppfylla skilyrði um hagkvæmni og þær eru ætlaðar fyrir tekju-og eignalága. Þessi umgjörð er til þess fallin að lækka leiguverð og skapa aukið húsnæðisöryggi og stöðugleika á húsnæðimarkaði.

Hvað eru stofnframlög?

Stofnframlög eru stuðningur í formi eiginfjár sem veitt eru annars vegar fyrir hönd ríkis í gegnum HMS og hins vegar frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem íbúðirnar koma til með að vera staðsettar í. Stofnframlög eru veitt til bæði kaupa og byggingar á íbúðarhúsnæði með það að markmiði að tryggja tekju- og eignalágum aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði.

Stofnframlag ríkis er 18% og sveitarfélags 12%. Ríki er heimilt er að veita allt að 4% viðbótarframlag vegna íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, íbúðarhúsnæðis ætlað námsmönnum eða öryrkjum. Einnig er heimilt að veita sérstakt byggðaframlag vegna byggingar almennra íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging í búða hefur verið í lágmarki.