4. nóvember 2024
4. nóvember 2024
Nýskráðum lóðum fjölgar á milli mánaða í október
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Alls voru 165 nýjar lóðir staðfestar í Fasteignaskrá HMS í október um allt land, þar af 70 íbúðarhúsalóðir, 22 sumarhúsalóðir og 23 atvinnuhúsalóðir
- Nýjum íbúðarhúsalóðum fjölguðu úr 10 í september í 70 í október, þar sem flestar voru í Mosfellsbæ eða 33 talsins og næstflestar í Borgarbyggð eða 15 talsins
- Átta jarðir, þrjú vegsvæði og þrjár bílalóðir voru skráðar í október
Alls voru 165 nýjar lóðir staðfestar í Fasteignaskrá HMS í október og er það talsverð fjölgun frá fyrri mánuði eða rúmlega 100 fleiri. Þetta er einnig annar mesti fjöldi á árinu en í maí voru skráðar 218 nýjar lóðir.
Fjöldi nýskráðra lóða um allt land eftir mánuðum og flokkum
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Í október voru 70 íbúðarhúsalóðir skráðar, 23 atvinnuhúsalóðir og 22 sumarhúsalóðir. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 36 talsins í október, en líklegt er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.
Flestar nýjar íbúðarhúsalóðir skráðar í Mosfellsbæ
Flestar nýjar íbúðarhúsalóðir voru staðfestar í Mosfellsbæ í október eða alls 33 lóðir. Mosfellsbær er staðsett ofarlega á lista yfir flestar íbúðarhúsalóðir á árinu eftir sveitarfélögum, en einungis nágrannasveitarfélögin Ölfus og Árborg sem og Akureyrarbær hafa stofnað fleiri íbúðarhúsalóðir á árinu.
Átta nýjar jarðir voru staðfestar í október, sem er nokkuð meira heldur en síðustu mánuði, en alls hafa 14 jarðir verið skráðar frá áramótum. Nýjar jarðir verða til þegar jörðum er skipt upp og sveitarfélag samþykkir að skrá nýju eignina sem jörð ef ætlunin er að fara í jarðrækt eða landbúnað. Í þessu tilviki var ein stór jörð staðsett á Suðurlandi skipt upp í átta hluta og fengu allir hlutar skráninguna jörð.
Þrjú vegsvæði voru staðfest í október í Dalabyggð og Rangárþingi eystra. Auk þess voru þrjár bílalóðir staðfestar í október í Garðabæ og Hveragerðisbæ.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS