8. júlí 2025
14. október 2021
Nýjar orkumerkingar hvítvara
Orkumerkimiði ESB hefur leiðbeint neytendum við val á orkunýtnum vörum í meira en 25 ár. Hann hefur stuðlað að þróun í átt til orkunýtnari vara og dregið þannig verulega úr orkunotkun og kostnaði við þær. Orkunýtniflokkarnir A+++ til G, hafa sífellt minni áhrif. Orkunýtniflokkar með mismunandi fjölda „+“ gefa ekki nægilegar skýrar upplýsingar. Þetta gerir neytendum erfitt fyrir að velja orkunýtnustu vörurnar.
Orkumerkimiði ESB hefur leiðbeint neytendum við val á orkunýtnum vörum í meira en 25 ár. Hann hefur stuðlað að þróun í átt til orkunýtnari vara og dregið þannig verulega úr orkunotkun og kostnaði við þær. Orkunýtniflokkarnir A+++ til G, hafa sífellt minni áhrif. Orkunýtniflokkar með mismunandi fjölda „+“ gefa ekki nægilegar skýrar upplýsingar. Þetta gerir neytendum erfitt fyrir að velja orkunýtnustu vörurnar.
Orkumerkimiðarnir hafa því verið endurbættir til samræmis við þarfir notenda. Nýju merkimiðarnir urðu sýnilegir í verslunum og vefverslunum í mars síðastliðnum.
Eftirfarandi vöruflokkar fengu nýja merkimiða:
- Þvottavélar
- Sambyggðar þvottavélar og þurrkarar
- Uppþvottavélar
- Sjónvörp og rafeindaskjáir
- Kælitæki
- Kælitæki notuð við beina sölu
- Ljósgjafar (fengu nýjar orkumerkingar 1. september 2021)
Í ágúst og september síðastliðnum lét Húsnæðis- og mannvirkjastofnun BSI á Íslandi framkvæma skoðun á ástandi nýrra orkumerkinga hvítvara. Þær hvítvörur sem voru skoðaðar voru kælitæki, uppþvottavélar, þvottavélar og sambyggðar þvottavélar og þurrkarar. Í skoðuninni voru 886 tæki skoðuð. Í niðurstöðum skoðunarinnar kom fram að orkumerkingar í útstillingu á þessum tilteknu tegundum hafi almennt verið í góðu ástandi, þó þeim hafi að hluta til verið ábótavant. Fram kom að 80% tækjanna fengu engar athugasemdir, 83% tækjanna báru nýju orkumerkimiðana og 2% tækja báru enga orkumerkimiða.
Hver er helsti munurinn á gamla og nýja merkimiðanum?
- Nýi merkimiðinn notar samræmda orkunýtniflokka, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++, A++ og A+ munu hverfa.
- Merkimiðinn er tengdur við EPREL-gagnagrunninn með QR-kóða sem eykur gagnsæi og auðveldar markaðseftirlit.
- Orkunotkun varanna er sýnd á meira áberandi og einsleitari hátt í miðhluta merkimiðans.
- Í neðri hluta merkimiðans eru ýmis myndtákn sem skýra tiltekna eiginleika vörunnar. Nokkur þeirra eru eins og gamla merkimiðanum, sum hafa verið endurgerð og sum eru ný.
Dæmi um nýjan orkumerkimiða:
Hér er hægt að nálgast markaðskönnunina hér á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.